Cirka sandalar

Kata er komin heim, heilu og höldnu. Systur fengu að fara með mér að sækja hana í gærkvöldi og þótti það ógurlega spennandi.

Þær voru alsælar að fá gyllta sumarsandala frá Kaupmannahöfn. Ég lýsti líka mikilli hrifningu og spurði: "Á ég ekki líka að fá mér svona gyllta sandala?"

Það sló þögn á þær systur.

Svo sagði Margrét, mjög varfærnislega og vildi greinilega ekki særa mig: "Ja, svona  sirk-a-bát."

OK, svo þeim finnst ég ekki passa í gyllta sandala. Ég get alveg lifað með því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hverslags bull er þetta, í þér Jón Arnar!    Auðvitað, átt þú Ragnhildur, að fá gyllta sandala, ef þig langar yfir höfuð í, gyllta sandala. - Ég á gylltar mokkasínur - frá Ilse Jakobsen Hornbæk, og ég er orðin 50++.  Að vísu hef ég voða lítið gengið í þeim hér heima, finnst miklu flottara að sjá aðrar konur í svona skóm, en mig sjálfa. En flottir eru þeir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.3.2008 kl. 00:40

2 identicon

Verð nú bara að segja að fólk á bara að klæða sig og skæða eins og það vill.  Sagði eitthvað svipað við kallinn þegar ég keypti mér blómaskó á Spáni um árið.  Notaði þá aldrei hér heima, en naut þeirra í botn á meðan tækifæri gafst á suðrænum slóðum.

Sigrún (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Sko, það blundar alls ekki í mér nein þrá eftir gylltum sandölum. Það er leitun á byggðu bóli að konu sem er gjarnari á að klæðast bara gallabuxum og svörtum skóm, kannski brúnum ef ég ætla virkilega að vera lífleg í fatavali. Þetta vita systur, sem hafa meira að segja oft spurt mig út í þetta, sérstaklega þegar þær voru sjálfar á bleika og gyllta tímabilinu.

Gylltar mokkasínur og blómaskór eru til fyrirmyndar -bara ekki á mínum tám

Ragnhildur Sverrisdóttir, 30.3.2008 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband