30.3.2008 | 08:24
Sunnudagur - of snemma
Ég var allt of fljót að fagna um daginn, þegar systur sváfu út. Þær hafa ekki gert það aftur. Í gærkvöldi og fyrrakvöld sofnuðu þær seint, en spruttu samt upp fyrir allar aldir. Það er náttúrulega ekki normal að geta ekki sofið lengur en til kl. 7 á sunnudagsmorgni!
Við áttum ljúfan gærdag, væfluðumst heima fram yfir hádegi og svo fóru systur í gítartíma kl. eitt. Þaðan brunuðum við beint á Sinfóníutónleika. María, Una og Einar gáfu systrum tónleikamiða í afmælisgjöf, enda var þessi sýning sérstakleg góð fyrir kríli. Hún Hallfríður, systir Maríu og flautuleikari í Sinfó, skrifaði bók um músina Maxímús Músíkús sem heimsækir hljómsveitina og félagi hennar, Þórarinn víóluleikari, teiknaði frábærar myndir. Þessum myndum var varpað upp á vegg í Háskólabíói á meðan Valur Freyr Einarsson leikari las bókina og hljómsveitin fylgdi með, í einstaka tónum þegar við átti, eða köflum úr stærri tónverkum. Þarna hljómaði Bolero eftir Ravel og dramatíkin í Örlagastefi Beethovens úr 5. sinfóníu hans ætlaði að rífa þakið af húsinu. Þegar hljómsveitin hleypti svo á skeið Á Sprengisandi sungu systur hástöfum með, eins og margir aðrir tónleikagestir, sérstaklega í þeirra stærðarflokki. Svo kom Maxímús Músíkús sjálfur fram, við mikla lukku og trúðurinn Barbara var óóóóótrúlega fyndin, fannst systrum. Ég get mælt með Maxímús fyrir krílin.
Dagurinn var nú aldeilis ekki á enda. Við erum vanar að vera eins og þeytispjöld um allar trissur um helgar og þessi dagur var engin undantekning. Við heimsóttum Knút frænda og skoðuðum íbúðina hans, sem er óðum að taka á sig mjög flotta mynd og svo brunuðum við í Hreyfingu, hvar Ágústa Johnson bauð okkur að líta herlegheitin. Við gegnum þar um hvern salinn á fætur öðrum með alls konar líkamsræktartækjum, sem ég kann ekki að nefna á nafn sökum algers ókunnugleika.
Systur voru með þetta alveg á hreinu. Þær prófuðu hvert tækið á fætur öðru (og fannst skemmtilegast að vera á hlaupabretti) og fengu meira að segja einkatilsögn í einhverju liggja-á-bekk-og-halda-í-teygjur-og-tosa-tæki. Það fannst þeim frábært og þær þökkuðu þjálfaranum fyrir svo oft að það var eiginlega vandræðalegt.
Þær skoðuðu líka barnagæsluherbergið og voru eiginlega alveg undrandi á því að fólki dytti í hug að hafa sérstakt herbergi fyrir börn, þegar allt húsið væri fullt af spennandi tækjum! Þær hreinlega hlustuðu ekki, sama hversu oft við reyndum að segja þeim að þessi líkamsræktartæki væru alls ekki ætluð 7 ára börnum -"og hættu að lyfta þessum lóðum, Margrét!"
Á jarðhæðinni jókst skilningur minn á staðnum mjög skyndilega! Þar er svona spa-aðstaða, alls konar pottar, nuddbekkir og svoleiðis dekur. Ekki að ég sæki í slíkt, ég segi bara að skilningur minn jókst. Þetta var allt svo....girnilegt, ég held að það sé besta orðið. Reyndar alveg ótrúlega flott allt saman. Nú hef ég minni en enga reynslu af húsum af þessu tagi, en ég get nú ekki ímyndað mér þau glæsilegri.
Systur, sem voru afar ósáttar við að mæður ætluðu að kíkja inn í þetta hús, mótmæltu hástöfum þegar við fórum þaðan. Þær þökkuðu Ágústu fallega fyrir sig, en Margrét gat ekki stillt sig um að spyrja hvort 7 ára börn mættu kannski koma þarna? Ágústa hélt það nú, það væri þetta fína herbergi fyrir börn á efri hæðinni.
Margrét var ekki sátt við það, hún vildi fara í tækin! J
újú, alveg guðvelkomið, en kannski aðeins seinna.
Margrét var ósátt.
Við horfðum á SpyKids3, með þrívíddargleraugu, þegar við komum heim. Systur sátu með gleraugun og æptu og skræktu þegar allt virtist ætla að koma út úr sjónvarpinu og beint á þær. Ég nennti ekki að hafa gleraugun, enda breyttu þau engu um upplifunina, það vantar hreinlega í mig alla þrívídd. Ég er krakkinn sem eyðilagði spjaldið hjá augnlækninum, þetta með myndinni af stórri flugu. Ég krafsaði alltaf í það, í stað þess að gera tilraun til að lyfta undir vænginn, af því að mér átti að sýnast flugan standa á blaðinu. Engin þrívídd.
Á meðan ég las texta djúpra samræðna í SpyKids heyrðist ógurlegt brambolt úr herbergi systra. Kata sneri þar öllu við, færði rúm Elísabetar, setti skrifborðið aftur á milli rúmanna þeirra o.s.frv. Þær voru alsælar með breytingarnar.
Við fórum í smá göngutúr eftir kvöldmatinn, sem er alltaf jafn spennandi. Systur fóru í rúmið um tíuleytið, en Elísabet gat ekki sofnað. Hún var óróleg í maganum og það endaði með ósköpum. Við óttuðumst að hún væri komin með gubbupest, en það varð nú ekki meira úr því.
Þegar hún var að sofna leit hún ströng á mömmu sína og sagði: "Ef ég gubba í rúmið í nótt þá er það ekki mér að kenna!"
"Auðvitað ekki, elskan mín," svaraði Kata, "það er aldrei börnum að kenna ef þau gubba í rúmið sitt."
Elísabet var fegin þessu svari og muldraði við sjálfa sig: "Nema ef maður á mjög stranga foreldra."
Gott að hún á ekki svo stranga foreldra að hún fái á baukinn við svoleiðis slys.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er búin að vera að gæla við hugmyndina um að fara á tónleikana með Jenný Unu. Hún er að vísu bara 3 ára en afskaplegur tónlistarunnandi, eins og hún á kyn til. Takk fyrir upplýsingarnar.
Þær systur slá sig út á hverjum degi. Ég er í samfelldu krúttkasti hérna (leathal?).
Knús í daginn
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 10:11
Tónleikarnir eru ekki nema 45-50 mínútur, svo krílin hafa alveg þolinmæði. Að vísu voru systur óþreyjufullar að bíða eftir trúðnum og músinni. Þau komu allra fyrst -fyrir tónleikana- en sáust svo ekki aftur fyrr en í lokin. En þá dansaði litla músin líka ;)
Allan tímann voru skemmtilegar myndir upp á vegg, úr bókinni um Maxímús, og ég er viss um að Jenný Una myndi skemmta sér stórkostlega.
Krúttköst eru eingöngu mannbætandi og aldrei af hinu illa.
Knús til baka.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 30.3.2008 kl. 11:04
Alltaf gaman að lesa pistlana þína Ragnhildur.
Sigrún Jónsdóttir, 30.3.2008 kl. 11:32
Vá, greinilega stuð að eiga ykkur Kötu fyrir mæður. Ég á átta ára sonardóttur sem ég vildi fara með og sjá þetta. Var þetta bara einhver einstök sýning eða verða þær fleiri?
Helga Magnúsdóttir, 30.3.2008 kl. 17:44
Ég held að sýningarnar verði fleiri. Veit ekki. En leikskólarnir hafa alla vega farið að sjá þetta og einhverjir hljóta að vera eftir. Og kannski grunnskólar?
Hérna eru einhverjar upplýsingar: http://www.sinfonia.is/default.asp?page_id=7736
Ragnhildur Sverrisdóttir, 31.3.2008 kl. 00:18
Sýningarnar? Jú, það má kannski tala um sýningar. Tónleikar eru nú samt betra heiti.
Farðu að sofa, Ragnhildur!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 31.3.2008 kl. 00:27
Þessir frábæru tónleikar hafa sko verið skemmtileg upplifun. Ég ætla sko með mín ömmubörn ef það verða fleiri sýningar. Það er svo skrítið að börn viðast alltaf vakna jafn snemma, þó að þau fari seinna að sofa en venjulega. Sérstaklega um helgar þegar foreldrarnir eiga frí. Þekki þetta mjöööög vel.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.