31.3.2008 | 09:25
Rauðir drekar
Við drifum okkur út í garð í góða veðrinu í gær. OK, kannski var engin sumarblíða, en það var logn á pallinum og vel dúðaðar gátum við Kata dundað okkur við að setja saman tvær kommóður í herbergi systra. Þær skoppuðu í kringum okkur á meðan.
Þegar síðasti sexkanturinn hafði komin þúsundustu Ikea-skrúfunni á sinn stað fórum við í Hagkaup. Þar fundum við strigaskó á systur. Ekkert smá flotta, með myndum af rauðum drekum. Það heillaði bæði Hojarann og systur hennar.
Afi Torben og Amma Magga kíktu í heimsókn um miðjan daginn, en þá skelltu systur sér í heita pottinn. Ég eyddi svo drykklangri stund í að setja 18 fléttur í blautt hárið á Margréti. Hún hafði nefnilega sjálf þrætt fyrir að vera komin með sítt hár og var ansi svekkt yfir þeirri staðreynd. Ég sýndi henni fram á, með öllum þessum fléttum, að hún væri með heilmikið hár. Ætlunin var að taka flétturnar úr í morgun og skarta fínum liðum, en hún tímdi ekki að taka þær úr. Ætlar að bíða með það til morguns. Kata setti nokkrar fléttur í Elísabetu og hún var með liði um allan koll í morgun.
Í dag fara þær í fimleika. Ósáttar. Hvorki Marta María né Tara eru á staðnum og þeim finnst alveg glatað ef aðeins helmingur gengisins fer í fimleika.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég segi það enn og aftur; hvílík hamingja og heppni að fá að alast upp hjá ykkur Kötu. Ragnhildur, villtu ættleiða mig?
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 09:35
Hmmm, ertu ekki búin að klúðra uppeldinu á sjálfri þér, kona? Ég meina þetta ekki illa, mér hrýs bara hugur við að taka við konu sem er þegar búin að koma sér upp öllum ósiðunum sem uppeldi reynir að halda frá afkvæmunum
En ef ég fengi nöfnu þína í kaupbæti, þá er þetta nú athugandi. Þar vantar ekki sakleysið og krúttelementið
Ragnhildur Sverrisdóttir, 31.3.2008 kl. 13:15
Kæra Dalla mamma. blogið þit er ótrúlega got. knús margrét
Margrét Friðriksson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:37
elsku dalla mamma.blogið þit er frábært. þín elsgulega dótir eli´sabet
Elísabet Friðriksson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:43
Krúttmolar
Tölvuæfingar með mömmu skila árangri
Ragnhildur Sverrisdóttir, 31.3.2008 kl. 20:59
Awww ;* Krúttin
dabba (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:28
Er DABBA líka að lesa bloggið þitt ,cool frænka!!!
PS:kruttlegt hja Elisabetu og Möggu!!!
Elín Sjöfn Stephensen (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:38
Takk fyrir athugasemdina, Elín Sjöfn Alltaf gaman að fá þig í "heimsókn"
Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.4.2008 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.