1.4.2008 | 10:02
Lifi mótmælendur!
Pistill í 24 stundum í morgun:
Þegar ég var stelpa voru stundum sagðar fréttir af mótmælum herstöðvarandstæðinga. Þetta pakk safnaðist saman í óþökk virðulegra skattborgara, sem hristu höfuðið í hneykslan og fyrirlitningu. En það fór minna fyrir almennilegri umfjöllun um skoðanir þessa fólks. Slíkt bull fékk ekki inni í alvöru fjölmiðlum.
Þeir sem gripu til aðgerða og mótmæltu Kárahnjúkavirkjun voru upp til hópa kjánar.
Borgarfulltrúar, hvar í flokki sem þeir stóðu, gengu fram af kjósendum með endalausum hringlandahætti í vetur. Þá birtist á áhorfendapöllum sama pakkið og áður orgaði gegn hernum og Nató. Eða alla vega skilgetin afkvæmi þeirra sem trufluðu eðlilegt líf áður fyrr. Getur þetta fólk ekki skrifað greinar í blöðin, hnussaði í góðborgurum, í stað þess að hrópa og segja ljótt?
Núna mótmæla flutningabílstjórar svívirðilegu eldsneytisverði og aðgerðaleysi stjórnvalda. Þeir eru víst líka ótínt mótmælapakk, alla vega þykir sumum fjölmiðlum ástæða til að eyða miklu púðri í að fjalla um hversu ábyrgðarlaus þessi mótmæli þeirra séu.Íslendingar hafa aldrei kunnað að mótmæla með hnefann á lofti á götum úti. Lítill hópur lætur sér ekki segjast, hefur hátt og krefst úrbóta. Sá hópur er óendanlega mikilvægur lýðræðinu. Við skuldum honum að hlusta á hvað hann hefur að segja, í stað þess að bölsótast alltaf yfir aðferðunum sem fólk notar til að vekja athygli á málstað sínum.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 10:08
Heyr heyr
Í dag verðum við fleiri að mótmæla. Ekið verður af stað frá Klettagörðum 25 klukkan 16 í dag og ekið að alþingi. Þar verða þeyttar flautur í mótmælaskyni. Forsprakkar að þessum akstri er 4x4 klúbburinn og félög leigubílstjóra ......trukkarnir koma með og allir almennir borgarar sem vettlingi geta valdið.
Ragnheiður , 1.4.2008 kl. 10:26
Ég ætla að mæta.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.4.2008 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.