1.4.2008 | 10:28
1. apríl!
Í morgun sátu systur yfir morgunmat þegar við áttuðum okkur allt í einu á því að það var 1. apríl. Við göbbuðum mömmu þeirra til að fara niður á neðri hæð, stukkum svo allar út fyrir dyr og lögðumst á dyrabjölluna.
Kata kom stökkvandi upp og varð auðvitað óskaplega undrandi þegar hún opnaði dyrnar og við öskruðum allar þrjár "1. APRÍL !!!".
Systrum fannst þetta sjúklega fyndið og sögðu ekki eitt satt orð allt þar til þær hurfu inn um skóladyrnar. Í nýju drekastrigaskónum sínum.
Talandi um aprílgabb: Hvað var mannskapurinn á Fréttablaðinu að hugsa? Sat ritstjórnin kannski á fundi og hristist og hló yfir þessari hugmynd, að segja almenningi að nú væri hægt að fá ódýrara bensín? Sá hópurinn fyrir sér að EINHVER Íslendingur myndi hafa húmor fyrir því að sitja á bensínstöð samráðsfurstanna og fá þá framan í sig að þetta væri bara grín??
Úff! Fjölmiðlar eiga að reyna að greina tíðarandann. Fréttablaðið er gjörsamlega á skjön við hann.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála, pínu ljótt svona akkúrat eins og ástandið er núna
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 1.4.2008 kl. 14:35
Fyrir utan hvað þetta var farging augljóst gabb. Sá dagur kemur varla að bensínstöðvarnar lækki bensín nema að beitt sé ofbeldi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 15:55
Það er fyndið gabb, það sem þú ásamt dætrum þínum gerðuð til að láta konuna þína hlaupa. - En gabbið í Fréttablaðinu var ekki fyndið. Þetta er í fyrsta skipti sem ég les e-hvað 1.apríl, og óska þess, öðrum til handa, að það sé ekki, aprílgabb.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2008 kl. 21:47
Þetta var auðvitað augljóst gabb, því bensín lækkar aldrei. En ljótt samt.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.4.2008 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.