Bannað að ganga á grasinu!

Mér brá í brún þegar ég kom á Austurvöll á slaginu fjögur. Þar var varla nokkur hræða, svei mér þá. Alla vega ekki miðað við mörg, mörg þúsund Íslendinga, sem ég bjóst við.

Nokkrir jeppar komust að Austurvelli og stoppuðu fyrir framan Alþingishúsið, en svo lokaði lögreglan Skólabrú. Aðal fjörið var um tíma í Lækjargötu, þar sem stóru, stóru trukkarnir ólmuðust. Þeir komu sé svo fyrir í nálægum götum, svo flautukórinn varð flottur. Það rættist því úr þessu.

Samt hefðu nú fleiri mátt gera sér ferð niður í bæ. Ég lagði bílnum við Hljómskálagarðinn, ég var svo viss um að það yrði umferðarstappa á Menningarnæturmælikvarða og varð að komast til baka að ná í systur á fótboltaæfingu. Ætlaði sko ekki að taka neina sénsa.

Mér fannst krúttlegt að þessir fáu mótmælendur, sem voru á Austurvelli klukkan fjögur, stigu ekki út á grasið. Löggan bannaði það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Komst bara ekki, því miður.  Auðvitað stigu mótmælendur ekki á grasið, þetta er löghlýðið fólk og "krúttlegt".

Sigrún Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Varð fólkið að standa á götunni?.,  þá var nú eins gott að stóru bílunum var ekki hleypt inn á Kirkjustrætið, það hefði getað farið illa.  Annars var samfelldur hvatningahljómur frá Sæbrautinni, Kalkofnsveginn og Lækjargötuna, og svo til baka og klukkan var orðin 18:15 þegar mótmælatónnin hljóðnaði, í Skuggahverfinu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.4.2008 kl. 01:13

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef oft hugsa, því er Íslendingum bannað að ganga á grasi. Ætli þetta sé síðan allt var notað sem ástæða til að banna, banna, banna. Bara spyr sérstaklega þar sem líka er bannað að lækka eldsneytisverð.

Valdimar Samúelsson, 2.4.2008 kl. 08:10

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það var óslitin röð eftir endilangri Sæbrautinni mín kæra.  Varstu í Hafnarfirði

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 08:43

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Jája, ég veit alveg að það var óslitin bílaröð eftir Sæbraut. Atvinnubílstjórarnir stóðu sig vel, eins og venjulega. Ég átti bara von á að miklu, miklu fleiri gerðu sér sérstaka ferð niður í bæ til að standa á Austurvelli og láta í sér heyra. Við getum ekki látið atvinnubílstjórana eina um mótmælin, er það? En þannig var það nánast, rosa flottar raðir jeppa og flutningabíla, en svo stóðu nokkrar hræður á Austurvelli (á gangstígum og stéttum, ekki úti á götu). Ég bjóst við ALMENNRI samstöðu, sjáiði til!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.4.2008 kl. 09:31

6 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Þetta er frábært framtak hjá  þeim og eiga allan minn stuðning , ég gat ekki mætt því ég bý í Vestmannaeyjum, fólk hefði getað tekið frí frá innkaupum í verslunarmiðstöðum stórreykjavíkursvæðissinnis ( það er að segja ef þær eru ekki nú þegar orðnar tómar sökum of háss verðs ) og mætt nyður á Austurvöll

Sölvi Breiðfjörð , 2.4.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband