Broddgöltur

Síðdegis er bekkjarskemmtun hjá systrum í Fossvogsskóla. Þær ætla að troða upp ásamt bekkjarfélögunum, alla vega lesa upp. Þær eru mjög spenntar og mæður ekki síður.

Í gærkvöldi hófst undirbúningurinn. Þær fóru í bað eftir fimleikana og svo sátum við Kata sveittar við að setja ótal litlar fléttur í þær. Flétturnar sofnuðu þær sælar með og verða með í dag, en fyrir skemmtunina verða þær teknar úr og liðirnir fá að njóta sín. Vonandi sofna þær ekki í miðjum klíðum, hárgreiðslan tók allt of langan tíma og þær sofnuðu ekki fyrr en rúmlega 9.

Við eigum að koma með hollar og góðar veitingar á hlaðborð og systur eru ákveðnar í að hjálpa mér við undirbúninginn. Við eigum því eftir að eyða síðdeginu við að búa til ávaxta-broddgölt.

Á morgun ætla þær að taka með sér heitt kakó í brúsa, þá fer bekkurinn þeirra nefnilega í leiðangur um dalinn og nestið verður borðað úti. Þær ætla að sjálfsögðu að stýra nestisgerðinni, eins og öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er ávaxta-broddgöltur?  Ég finn það á mér að það er eitthvað sem hefur sárlega vantað í líf mitt lengi

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ávaxta-broddgöltur er skotheld aðferð til að koma ávöxtum í krakkaorma.

Fyrst sker maður melónu í tvennt, tekur innan úr henni og sker í bita. Þræðir svo melónubita, vínber og mandarínubáta upp á pinna, stingur þeim í melónuhelminginn og PRESTÓ: Ávaxta-broddgöltur!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 3.4.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Það er alltaf gaman að fara á skólaskemmtanir/kynningar. Er búin að að fara á þær all margar og finnst alltaf gaman. Gaman að sjá hvað krakkarnir eru að gera og hitta aðra foreldra.

Ég var á einni slíkri á mánudaginn var. Þá voru 7undu bekkingar að kynna verkefni sem þau höfðu unnið með power point í landafræði. Veitingar voru við hæfi því mín var í 3ja manna hóp sem kynnti Bretland og að sjálfsögðu útbjuggum við mæðgur þarlendar veitingar - nýrnapæ, fisk og franskar - nei ekki alveg svo stórkallalegt en við buðum upp á After eight og svo vorum við með tekex með osti og sultu. Vantaði bara te-ketilinn.

Þið mæður eigið enn fleiri dásamlega daga í vændum með stelpunum ykkar - um að gera að njóta

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 3.4.2008 kl. 11:56

4 Smámynd: Ragnheiður

Ávaxta broddgöltur lítur afar vel út og er áreiðanlega líka ansi flottur útlits. Þetta þarf ég að prófa  Hvaða plebbar erum við Jenný eiginlega að kannast ekki við svona ?

Ragnheiður , 3.4.2008 kl. 15:06

5 identicon

Sit hér og flissa alveg geegt við tilhugsunina um ykkur sitjandi með hjálma á skemmtuninni, ekki að útlitinu á ykkur heldur  jæja ókei flissa að því ef þið sætuð glerfínar með sveppahjálma :) sorrý mér nefnilega finnst þetta alveg mergjuð lýsingin hjá þér með hjálmana. En það er rétt sem lesandi þinn segir að betra vera sveppur á hjóli en........ Vona að skemmtunin hafi gengið að óskum. (til að ná vespu á heimilið gætirðu náttúrulega gefið konunni vespuna og svo bara fengið það "lánað" í tíma og ótíma :)

hm (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:30

6 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Uss, Ragnheiður, ég er nú eiginlega alveg í sjokki að uppgötva að heimsdömurnar tvær borða bara vínberin beint af klasanum, halda á eplum í lófanum og bíta í, flysji mandarínur í báta og stinga beint upp í sig....ó, horror, ég get bara ekki haldið áfram!

Þetta er reyndar þrælsniðug aðferð til að koma ávöxtum í krúttin. Þau voru misjafnlega morbid þegar þau voru að kroppa af broddgeltinum molana -sum fóru beint í vínberjaaugum!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.4.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband