Skemmtun

Bekkjarskemmtunin var hin besta skemmtun.

Krakkarnir í 6 ára bekk fóru yfir Sköpunarsöguna, hvorki meira né minna. Þau voru búin að gera flotta veggmynd og svo lásu þau, sungu, spiluðu, stigu fram með myndir af dýrum, fuglum, fiskum og blómum. Sætust, öll sömul.

Elísabet bauð fólk velkomið og tókst það ágætlega. Hún var auðvitað dálítið stressuð, það tekur á að lesa upp í míkrófón InLove

Bekkjarskemmtunin féll nú eiginlega í skuggann af endurkomu Töru klíkufélaga til landsins. Hún bankaði upp á um leið og systur komu úr skólanum og það urðu miklir fagnaðarfundir. Elísabet, sem áður hafði sagt að henni væri illt í bragðlaukunum af söknuði, var nýbúin að segja mér að henni væri líka illt í maganum og öllum munninum af söknuði, svo þetta mátti ekki tæpara standa.

Tara gaf systrum ótrúlega flott sólgleraugu. Hún á sjálf svoleiðis og var með ein í farteskinu fyrir Mörtu Maríu líka. Það er því ljóst að Logalandsgengið verður ótrúlega kúl í sumar.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þær verða LANG-flottastar! (Eins og þær séu það nú ekki fyrir )

Verð að muna að taka mynd af genginu, annars er ég alltaf að lofa myndum og stend aldrei við neitt. Eða voða sjaldan.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.4.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 786252

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband