5.4.2008 | 00:20
Pönk og diskó
Systur sáust varla heima hjá sér í dag. Thelma Törumamma á númer 5 tók þær með þeim mæðgum heim eftir skólann. Ég sá til þeirra þar úti í garði og þurfti að beita mig hörðu til að kalla þær heim í gítaræfingu. Ég sendi Thelmu sms, bað hana að senda E fyrst yfir.
Örstuttu síðar hringdi síminn. "Halló, þetta er Elísabet". Og svo hófust samningaviðræður. Mátti hún ekki æfa seinna? Nei, ekki hægt, hún var að fara í matarboð. Eða vildi hún kannski þurfa að koma snemma heim úr því til að æfa? Það vildi hún auðvitað ekki, en henni fannst frábær hugmynd að æfa bara í fyrramálið, fyrir gítartímann. Það fannst mér ekki, enda búið að færa gítartímann fram til klukkan 10 og ekki nennti ég að setja mig í æfingastellingar fyrir allar aldir. Eða kalla hana snemma heim út matarboðinu, svo hún gæti farið tímanlega að sofa vegna gítaræfingar í fyrramálið. "Allt í lagi, ég kem" dæsti hún og kom hlaupandi stuttu síðar.
Gítaræfingarnar voru mesta fjör, eins og venjulega. Þær systur lýjast nú dálítið fljótt á að einbeita sér að gripunum, en þá pönkumst við bara dálítið, spilum hratt og hátt og orgum textana. Þeim finnst það alltaf jafn fyndið og eftir slíka útrás eru þær til í að halda áfram að æfa í fullri alvöru.
Elísbet lauk æfingu, Margrét kom skokkandi yfir og Tara með. Margrét æfði sig og fannst nú ekkert verra að hafa Töru sem áhorfanda.
Svo kom Marta María að sækja vinkonur sínar. Hún var búin að bjóða þeim hátíðlega í kvöldverð á númer 2. Þær fóru héðan út yfir sig spenntar, með nýju sólgleraugun á nefinu. Og Tara rogaðist með stóru, upplýstu diskó-kúluna sína í fanginu. Þetta átti nefnilega að vera þannig partý.
Við Kata vorum hér heima, aleinar, frá klukkan 6 til hálf tíu. Ótrúleg upplifun. Systur komu svo heim í fylgd Elínar Sjafnar, stórusystur á númer 2. Þær voru sofnaðar nokkrum mínútum síðar.
Eintóm hamingja hjá Logalandsgenginu í dag.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sniðug hugmynd, að spila hratt, hátt, og orga, þegar einbeitingin minnkar hjá smáfólkinu. Ætla að stela þeirri hugmynd frá þér ef ég má.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.4.2008 kl. 02:31
Gjörðu svo vel
Ragnhildur Sverrisdóttir, 5.4.2008 kl. 08:24
Þessi hugmynd slær í gegn. Þ.e. með pönkið. Tek hana til handargangs líka.
Rosalega er Logalandsgengið kúl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 10:52
Þær á nr. 2 eru frænkur minar.... þær eru alltaf svo sætar .... og auðvitað hinar lika
dabbaa (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 12:08
Logalandsgengið er ótrúlega kúl, rétt er það.
Ég veit að þær systur á nr 2 eru frænkur þínar, Dabba, Elín Sjöfn benti mér á það um daginn ;)
Já, Ásdís, þær eru moldríkar, þessar stelpur!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 5.4.2008 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.