5.4.2008 | 17:42
Kvörn og kvarnir í haus
Kata gerði alvarlega athugasemd við síðustu færslu. Það var nefnilega alls ekki ég sem þurfti að beita sjálfa mig hörðu til að kalla á stelpur á gítaræfingu. Kata þurfti að beita mig hörðu.
Hún var enn í vinnunni þegar ég fór að senda henni aum sms skilaboð. "Tími ekki að kalla á stelpur heim f gítaræfingu" voru þau fyrstu.
"Verða að æfa núna" svaraði hún.
"Eru að leika úti með Töru. Gott veður" skrifaði ég.
"Eru að fara í matarboð. VERÐA að æfa núna" skrifaði hún.
Svona hélt þetta áfram lengi, lengi, en Kata gaf sig ekki, enda miklu skynsamari en ég. Svo gítaræfingar gærdagsins fóru loks fram samkvæmt beinni tilskipan úr heilbrigðisráðuneytinu.
Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fegra minn hlut á þessu bloggi. Man einhver eftir afmælistertunni, þessari þriggja hæða? Sem var með innbyggðum stillönsum, svo hún færi ekki öll í klessu? Eins konar burðargrind úr plexigleri?
Kakan var vissulega bökuð og burðargrindin sett í hana. Það var allt saman satt og rétt. Ég hef hins vegar ekki vandalausum frá framhaldinu, af því að þar dregur verulega úr hetjumynd hinnar hugprúðu húsmóður.
Þannig var, að afgangurinn af kökunni rataði í ísskápinn og var þar þangað til tími var kominn til að henda þessum sorglegu leifum. Þá tók ég kökuna, skúbbaði henni niður í sorpkvörnina í eldhúsvaskinum og kveikti svo á kvörninni. Óhljóðin voru ægileg þegar kvörnin reyndi að vinna á helv.... plexíglerstöngunum, sem ég var löngu, löngu búin að gleyma. Og örsmáar og lífshættulegar agnir úr plexíglerinu þeyttust upp úr kvörninni og höfðu næstum gengið frá gleymnu húsmóðurinni.
Kvörnin virkar ekki. Ég tók hana úr sambandi, reyndi að taka hana í sundur og þar við situr. Held ég þurfi að bjóða Örnu Garðars í heimsókn, hún reddaði okkur úti í Kaliforníu þegar Kata reyndi að kæfa þarlenda kvörn með einhverju undarlegu.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir hjá Eirvík , vita í hvern á að hringja vegna bilaðra kvarna... hummm
Ein skeið í kvörnina til eða frá , eða Plexigler , það er ekkert mál, en án kvarnarinnar
er barasta ekki hægt að lifa...! VANABINDANDI ANDSK.
Krúttleg skrifin þín Ragnhildur...
og ef ykkur vantar eina tölvu til viðbótar handa krílunum, þá er ein Apple mac, geimskip (glær og græn)
til hér.. sem fer á haugana í næstu flutningum.
kveðja
Valdís
Valdís (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 19:24
Sameinumst um að lækka matarverð....kíktu á bloggið mitt....uppreisn
Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 02:47
Ó...ertu smá að skrökva ?
Hehe iss..
fer að kíkja á uppreisn Hólmdísar
Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 11:58
Mig langar í svona kvörn í minn eldhúsvask. Er staðráðin í að fá mér slíka græju í vaskinn.
Það er þetta með genin - það t.d. gleymdist algjörlega að setja í mig húsmæðragenið. Og það vantar mikla búta í þvottagenið. En ég fékk vel útilátið af þæginda geni, bóka geni, kjafta geni, og gaman að drekka bjór geni. Mamma mín var bak við hurð þegar þolinmæðisgeninu var úthlutað.
Datt þetta svona í hug með þig og húsmæðragenið varðandi plexíglerið og kvörnina.....bara svona smá..
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:16
Já, Kristín, ég óttast að það hafi orðið einhver stökkbreyting í geninu sem var ríkjandi þegar hún mamma mín fór á húsmæðraskóla
Uppreisn mín felst í því, að ég læt hreinlega ekki bjóða mér lengur að versla í Nótatúni eða 10-11. Þær búðir eru hér nálægt og ég hef skutlast þangað af og til, en .......fjandinn hafi það, þetta gengur bara ekki lengur!
Valdís, takk, ég hlýt að drífa í að láta laga kvörnina þegar fráhvarfseinkennin eru orðin óbærileg, því þetta er svo sannarlega vanabindandi. Og takk fyrir að bjóða tölvu. Ég held hins vegar að það sé ágætt að hafa eina tölvu fyrir þær tvær, þá er hægt að hafa einhvern kontrol á því hversu lengi þær eru í henni. Sú sem er ekki að nota tölvuna hverju sinni passar vel og rækilega upp á að hin sé ekki of lengi
Ragnhildur Sverrisdóttir, 6.4.2008 kl. 14:37
Æj, ekki segja mér að þú sért með sorpkvörn það eru SVO margar ástæður fyrir að það ætti að banna þessi tæki.
Plís, ekki láta gera við hana!
Ragnhildur J. (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.