7.4.2008 | 09:06
Í kafi
Sunnudagurinn var ekki síðri en laugardagurinn.
Við drifum okkur í sund um hádegisbil. Elísabet var harðákveðin í að æfa sig að kafa. Hún ætlaði ekki í fleiri sundtíma með bekknum fyrr en búið væri að redda þessu smáatriði.
Þegar við lögðum af stað í sundið birtist Tara við útidyrnar og var snarlega kippt með. Við fórum í Árbæjarlaugina, enda er hún alltaf svo snyrtileg og fín. Við hröktumst úr Laugardalslauginni á sínum tíma vegna þess að við höfðum ekki húmor fyrir takmörkuðum þrifum í búningsklefa og sturtum, en það er nú önnur saga.
Þegar við komum í laugina fóru Elísabet og Kata afsíðis að æfa köfun. Ég átti að hafa ofan af fyrir Margréti og Töru. Þær skemmtu sér konunglega við síendurteknar drápstilraunir, héldu mér niðri, drógu mig aftur og aftur undir beljandi foss, kitluðu mig svo ég fór í keng undir yfirborðið og saup hveljur um leið.... Ó, sú yndislega skemmtan saklausra barnanna......(arg!)
Til allrar hamingju var Elísabet mjög snögg að æfa sig. Hún var allt í einu farin að kafa eftir skáplyklum á botninum, þessi krakki sem helst aldrei hefur viljað fá vatnsdropa framan í sig. Merkilegt hvernig hún gerir hlutina. Hún er oftast skrefi á eftir systur sinni, fór að ganga seinna, lærði að hjóla seinna, var seinni til að lesa og Margrét var löngu farin að kafa án þess að kippa sér upp við það. En svo ákveður Elísabet sig allt í einu, einbeitir sér að fyrirliggjandi verkefni smá tíma og stendur þá allt í einu jafnfætis systur sinni. Gaman að sjá svona ólíka nálgun.
Við vorum töluvert lengi í lauginni, eða þar til stelpurnar viðurkenndu að þær væru mjög svangar. Þær heimtuðu alvöru sunnudagsbröns, svo við brunuðum heim og þær tróðu sig út af spæleggjum og pönnsum. Það var eina skiptið þann daginn sem sljákkaði aðeins í þeim, þær voru of uppteknar við að borða til að koma upp orði.
Þær þrjár fóru svo út í garð, tóku hvern smáhlut út úr kofanum og ráðskuðust hver með aðra þar til við fórum í heimsókn til Afa Torben og Ömmu Möggu. Þá loks skiluðum við Töru. Eftir heimsóknina fóru systur á fótboltaæfingu, svo heim í kvöldmat og þær komust varla inn í rúm, svo lúnar voru þær eftir daginn, krúttin.
Í dag er leikfimi í skólanum, svo fara þær á fimleikaæfingu síðdegis og eru búnar að taka af okkur hátíðlegt loforð um sund eftir það. Þetta er farið að hljóma eins og sovéskt uppeldi íþróttamanna! En Elísabet ætlar að æfa köfun einu sinni enn, áður en kemur að skólasundi. Margrét vill gjarnan læra að standa á höndum í vatninu. Það verður nóg að gera hjá Kötu. Ætli ég fái frið í heita pottinum?
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þetta er svovéskt prógram, með þeim hliðarvinkli að þær vilja þetta sjálfar. Arg, hvílík orka.
Svona var þetta með mínar tvær yngsu. Önnur var svo fljót til (reyndar 1-1/2 ár á milli þeirra. Hin tók sér tíma. Það var ekki hægt að miða hennar framfarir við systurinnar á sama tíma. Þetta olli mér áhyggjum þangað til að ég fattaði að systkini geta verið svo ólík í lund (og útliti) og þá brosti lífið við mér aftur.
Kveðja úr Gólan
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 09:54
Þær vilja þetta svo sannarlega! Þegar þær komu heim eftir fótboltann í gær vildu þær endilega fara út að hjóla fram að kvöldmat. Til allrar hamingju þurftu þær að lesa fyrir skólann, svo við náðum að róa þær aðeins niður. Eftir kvöldmat spurðu þær hins vegar hvenær við myndum setja trampólínið aftur í garðinn.
Púff! Það er þreytandi að skrifa um þetta, hvað þá að taka þátt í því!
Kveðja til stríðshrjáða svæðisins frá græna svæðinu.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.4.2008 kl. 10:34
Svona eruð þið þessir Fossvogsbúar, haldið að þið séuð betri en annað fólk (foreldrar í Fossvogi muha). Skamm. Ég er EKKI öfundsjúk
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 12:57
Ég fór að þínu fordæmi og vitnaði í heimsmálin: Stríðshrjáð svæði versus "græna svæðið" í Írak, skilurru?! Þetta var ekki vísan í hávaxin, fögur trén, sem bylgjast hér við hvert hús í Fossvogi þá sjaldan að hreyfir vind í þessu lang, langfriðsælasta hverfi í heimi hér. Þetta var heldur ekki vísan í andlitið á þér, sbr. myndina með blogginu þínu
Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.4.2008 kl. 13:05
Æ, arg, ég meinti auðvitað þessa mynd:
Ekki fallegu andlitsmyndina.
Úff, held ég hætti að kommentera núna, það verður bara verra með hverju skiptinu!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.4.2008 kl. 15:30
Hahahaha, heldurðu að ég viti ekki að ég er lúser í Breiðholtinu. Ójú, mér er fullkunnugt um það. Mikil er mæða þessarar konu sem er ég, það þarf sterk bein til að vera ég (fórnarlamsblóðbunur upp um alla veggi).
Ha
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 16:17
Þér er velkomið að kíkja þér til heilsubótar í Fossvoginn. Any time, kæra fórnarlamb.
Vona bara að þú þolir loftslagsbreytinguna!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.4.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.