7.4.2008 | 18:09
Bless, Litli skítur
Nú er loks búið að draga hinn ofurkrumpaða Litla skít til höfuðborgarinnar. Í dag tók ég bílaleigubíl, í trausti þess að hitt tryggingafélagið bæti skaðann að fullu og ákvað að fara að sækja ýmislegt lauslegt, sem enn leyndist í þeim litla.
Kata minnti mig á að systur vildu alveg endilega fá að sjá Litla skít áður en hann hyrfi í málmpressuna miklu. Ég sótti þær í skólann á splunkunýjum, eldrauðum bílaleigubílnum, sem þær fussuðu og sveiuðu yfir. Aldrei nokkurn tímann höfðu þær vitað eins ömurlegan bíl. Þá var nú Litli skítur betri! Tryggar, þessar elskur, enda hefur Litli skítur borið þær víða, allt frá því að þær voru rúmlega fjögurra ára. Smábörn.
Við ókum á bílaplanið þar sem sá litli stóð, ásamt mörgum öðrum krumpuðum. Systur komu fljótt auga á þann litla, ruku svo út úr bílnum og klöppuðu föllnum félaga í bak og fyrir. Þær hjálpuðu mér við að selflytja eigur okkur í bílaleigubílinn: Tvær bílasessur undir þær, tvö flísteppi, sem þær hafa oft kúrt undir, tvær snjósköfur, hleðslusnúru fyrir gemsa, handfrjálsan búnað fyrir gemsa, smápeninga í stöðumæli og nokkra penna. Svo rak Elísabet augun í hálsmenið hennar Margrétar, sem hafði hangið á baksýnisspeglinum. Spegillinn losnaði við áreksturinn og datt niður á gólf, en til allrar hamingju tók Elísabet eftir hálsmeninu og fékk knús fyrir frá systur.
Ég varð að taka mynd af þeim við Litla skít. Þær þurftu að skoða skemmdirnar vel og vandlega. Ég útskýrði fyrir þeim hvað sneri upp og niður og svo þurftum við allar að skoða líknarbelgina, sem höfðu blásist út. Áhugavert. Við sáum líka, að þótt skemmdirnar virtust ekki eins stórkostlegar í fyrstu og við höfðum óttast, þá sagði það ekki alla söguna. Framhurðina farþegamegin var erfitt að opna, öryggisbeltið þeim megin var ónýtt og hliðarklæðningin rifin frá, áðurnefndur spegill lá á gólfinu, mælaborðið hafði einhvern veginn gengið til svo allt var skakkt.
Áhugavert og allt skoðað í krók og kring.
Og mikið ósköp vorum við allar fegnar að mamma þeirra slapp ómeidd.
"Það er ekkert hægt að fá nýja mömmu!" sagði Margrét með áhersluþunga.
"Nei, það er bara ein Hanna Katrín Friðriksson" sagði Elísabet.
Svo sannarlega.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó hrollur bara. Ég er ánægð með að mamma slapp út úr þessu heil á húfi.
Ragnheiður , 7.4.2008 kl. 18:15
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.4.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.