Búnar

Systur liggja enn í sömu stellingum og þegar þær sofnuðu. Algjörlega búnar eftir daginn.

Við stóðum við loforðið og fórum með þær í sund strax eftir fimleikana. Þær ólmuðust í klukkutíma, æfðu sig að kafa, hoppuðu út í laug, köfuðu, fóru upp úr, hoppuðu út í, köfuðu...

Við fórum ekki upp úr fyrr en klukkan átta og þá fengu þær pylsur í kvöldmatinn. Þær geta auðvitað ekki hugsað sér neitt betra og gleyptu í sig tvær pylsur á mann, glorhungraðar eftir allar æfingarnar.

Þegar við komum heim báðu þær okkur vinsamlega að fá far með okkur inn. Ein stelpa í hvort mömmufang, háttað, tannburstað, knúsað og þarna liggja þær enn. Í sömu stellingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband