8.4.2008 | 10:35
Hvað er klukkan?
Fjölskyldan svaf yfir sig í morgun. Systur voru skiljanlega örmagna eftir gærdaginn og ein sundferð hafði greinilega næstum gengið frá mömmum.
Mig rámar í að klukkan mín hafi hringt og líka að hafa heyrt óminn af vekjaraklukku Margrétar. Hún er með hana á náttborðinu hjá sér og undurfljót að slökkva um leið og hún byrjar að pípa. Elísabet á líka vekjaraklukku, en þar sem hún laumar sér oft upp í stóra rúm undir morgun gáfumst við upp á að láta klukkuna hringja við hennar rúm. Ég var alla vega orðin hundleið á að skrölta yfir í herbergið þeirra til að slökkva á klukkunni á meðan Elísabet boraði sér lengra undir sæng í stóra rúmi og ekki hvarflaði að Margréti að slökkva á klukku systur sinnar. Hún átti nóg með sína.
Við skreiddumst fram úr klukkan hálf átta og systur voru fljótar að hafa sig til, enda vissu þær að annars myndu þær missa af labbitúrnum í skólann og það vilja þær alls ekki. Margrét var samt dálítið annars hugar og allt í einu var hún búin að móta hugmyndina sína: "Mér finnst að það ætti að vera svona myndavél á vekjaraklukkum. Þá myndu þær hringja og hringja alveg þangað til maður væri kominn úr rúminu."
Snjöll hugmynd. Ef ekki nægir að sofa í tíu tíma, þá er best að hafa gáfaða vekjaraklukku með myndavélarbúnaði, sem fylgist með að allir hunskist á fætur.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brilljant hugmynd. Á ekki að fá "patent" á hana og verða ógissla rík?
Annars eru þær svo dásamlegar þessar stelpur. Vilj ekki fyrir nokkurn mun missa af göngutúrnum með mömmunni. Ég verð öll heit að innan.
Takk fyrir að bjarga slæmri byrjun á degi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 10:50
Mín er ánægjan
Sjálf vil ég miklu frekar vakna of seint með stelpunum en að hafa tíma til að lesa um persónulegan rakstur vaxtaræktartrölla.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.4.2008 kl. 10:53
Ég þyrfti helst vekjara sem sæi um að henda mér fram úr rúminu. Ef ég væri einræðisherra myndi ég banna alla starfsemi fyrir hádegi. En hugmyndin hennar Margrétar er alveg brilljant.
Helga Magnúsdóttir, 8.4.2008 kl. 11:32
HAHAHA frábær hugmynd ;) Fariði með þetta í nýsköpurnarnefndina :D
dabba (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.