Stupidos!

Systur skrópuðu á fótboltaæfingu í dag. Ég verð að viðurkenna að ég átti hugmyndina, veðrið var svo fallegt að mér fannst nær lagi að ólmast í fótbolta á pallinum en fara inn í hús. Ég er fegin núna, þegar farið er að snjóa! Hvað á það á þýða?

Tara kom með systrum heim, brá sér svo af bæ og kom aftur klukkutíma síðar. Þær eru óaðskiljanlegar, þessi krútt. Fjórða skyttan, á númer 2, er enn með hita, en nær sér vonandi fljótt. Hennar er sárt saknað.

Í dag var okkur Kötu kláru kippt niður á jörðina. OK, það hefur nú aðallega verið ég sem hef mært Kötu fyrir skynsemi og almenn fullorðinsheit, en hún hefur oftast átt inni fyrir því. Í alvöru.

Undanfarna daga hefur hún verið hreint að drepast í herðunum, vöðvabólgan alveg að ganga frá henni og þessu hefur fylgt mikill höfuðverkur. Henni var alveg hætt að litast á blikuna. Og við áttum margar gáfulegar samræður, þar sem við reyndum að kryfja málið. "Ætli ég hafi sofið svona vitlaust í nótt?" velti hún fyrir sér og ég lagði eitthvað gáfulegt til málanna um kodda, einn eða tvo og svo framvegis, reyndi að nudda aumar axlirnar á henni og var alveg jafn bit á þessum óvenjulegu verkjum og hún.

Þótt við værum á tímabili jafn vitlausar, þá sá hún ljósið á undan mér.

Hún lenti í mjög hörðum árekstri fyrir skömmu. Ætli geti nokkuð verið að helaumar axlir og heiftarlegur höfuðverkur eigi uppruna sinn að rekja þangað?

Döh!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ó,já, var keyrt aftan á hana!  Viplas áverki kemur ekki fram strax, það getur liðið þó nokkur tími.  En þú ættir að drífa hana strx í myndatöku og til læknis.  Og svo í sjúkraþjálfun áður en það versnar meir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 02:17

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þetta verður rannsakað í þaula, eigi síðar en strax!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.4.2008 kl. 09:35

3 Smámynd: Ragnheiður

Já drífa sig bara. Ég fékk svona eftir miklu minni árekstur en Kata lenti í , málið hjá mér var að ég var að horfa til vinstri þegar ekið var aftan á mig.

Þetta er ógurlega vont.

Batnikveðjur

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það var reyndar ekki ekið aftan á hana, heldur á hægra framhornið. Kata kastaðist til vinstri, eins og sást af smávægilegum áverkum á vinstri hendi og ofan við vinstra hné. Hún hefur því fengið svona svipað högg og þú, Ragnheiður, höfuðið farið út á hlið. Við leysum málið núna, þegar við erum loksins búnar að kveikja á perunni.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.4.2008 kl. 10:33

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vonandi fær Kata bót meina sinna sem allra fyrst. Axlir og háls geta farið illa í árekstrum.

Helga Magnúsdóttir, 9.4.2008 kl. 13:53

6 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

ÆÆÆ - konu kvölin. Það er mjög líklegt að bílslysið sé orsökin.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 9.4.2008 kl. 16:40

7 identicon

Ég segi nú bara .... "it læs in ðí æs opsters"! (lesist: það liggur í augum uppi). Kata þarf á daglegu olíunuddi að halda og heitum bökstrum - Ragnhildur, láta hendur standa fram úr ermum.

Olla (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 01:38

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Æææ ekki er þetta gott,áverkar koma oftast eftir á,en eru þó mis vondir,en ég vona að hún fá meðferð við þennan sársauka sem fyrst,knús knús og batakveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband