11.4.2008 | 17:09
Plássfrekja
Föðurfamilían mín er að skipuleggja niðjamót í sumar. Slík mót eru haldin fimmta hvert ár.
Þeir eru ekki fáir, afkomendur Hermanns afa og ömmu Salóme. Þau áttu 11 börn og af þeim hópi er kominn annar margfalt stærri.
Síðasta sumar hittumst við systkinin í sumarbústað Bryndísar elstu systur. Þetta var þokkalegasti hópur, þótt marga vantaði.
Þarna voru mamma og pabbi. Og Bryndís stóra systir, Guðni maður hennar, Sverrir Páll sonur þeirra, kona hans og tvö börn. Gunnhildur dóttir þeirra, maður og tvö börn voru fjarri. Næstur er Kristján bróðir. Hann var sá eini sem var með fullt hús, með Ernu konu sína með sér, þrjú börn þeirra og dóttur Kristjáns, Grétu, sem er orðin fullorðin og komin með lítinn strákhnokka. Næst er Margrét systir, hún var Péturslaus og bara með soninn, ekki dótturina. Svo er ég, Kötulaus, en með báðar stelpurnar. Yngst er Ásthildur, hún var Mattalaus, með soninn með sér en dæturnar tvær voru fjarverandi.
Mamma, pabbi og börn voru þarna. Ef öll tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn hefðu verið þarna þá hefðu 33 troðist á myndina. Og pabbi er bara einn út 11 systkina hópi og við aðeins dropi í niðjahafið.
Mér skilst að ættingjarnir ætli að hittast í Skagafirðinum í sumar. En óttast mest að þar sé landrými ekki nóg
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt og góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.4.2008 kl. 17:32
Eg man eftir þeim föðursystrum þínum sem bjuggu á Húsavík. Það var stórkostlegt að lenda í leihúsi með Kaju hún hló svo skemmtilega
Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 23:02
Sæl, Ragnhildur. Ég er ástríðufullur laumulesari um dætur ykkar og heimilislífið í Logalandinu. Þú ert svo raunsæ og hlý í frásögnum þínum af uppeldinu og hinu daglega amstri sem tilheyrir - svo glampar og geislar húmorinn alls staðar í gegn - það er bara ekki hægt að hætta að kíkja inn á þessa síðu! Vildi í þakklætisskyni fyrir ánægjustundirnar við lesturinn fullvissa þig um að í Skagafirði er yfrið nóg landrými fyrir þig og þitt fólk - þótt það fylli stórt hundrað eða meira. Hér er víður og fagur fjallasalur - og mannlíf með blóma. Segi því: Velkomin í Skagafjörð - og ánægjulegt ættarmót.
Með kveðju, Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 00:14
Góða helgi, Linda.
Haha, já Hólmdís, Kaja var með stóran og smitandi hlátur
Og takk fyrir "heimboðið" í Skagafjörð, Ingunn. Ég vona að þar verði fjallasalurinn enn víður og fagur og mannlíf með blóma eftir að ég og ættingjar mínir höfum farið þar um
Ragnhildur Sverrisdóttir, 12.4.2008 kl. 08:36
Þetta er enginn smáfjöldi. Pabbi var einkabarn og mamma átti eina hálfsystur sem átti eina dóttur. Við höldum alltaf jólaboð og þá úr báðum ættum og erum um 35 ef allt er talið.
Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 17:28
Vá, Helga, jólaboð "stórfjölskyldunnar" þinnar er bara sambærilegt og þegar ég hóa í foreldra mína og systkini með fjölskyldum
Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.4.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.