15.4.2008 | 09:45
Beyglað verðmætamat
(Pistill í 24 stundum)
Beygla með rjómaosti og skinku og tebolli með kostar tvöfalt meira á Kaffitári í Reykjavík en á kaffihúsi í Berlín. Heilar 1.250 krónur hér, en bara 629 krónur í Berlín. Hafið það, montnu Mið-Evrópubúar!
Við þurfum fleiri fréttir af þessu tagi, fréttir sem lyfta okkur upp og sýna fram á að hér býr alvöru fólk. Fjáð þjóð, sem vílar ekki fyrir sér að borga tvisvar sinnum meira fyrir brauðið en aumingjar annarra landa. Ég get lagt mitt af mörkum: Á Íslandi kostar Pet Shop plastdót fyrir krakka miklu meira en í Ameríkunni. Verðlag í Ameríku er fyrir ræfla.
Í fyrra ákváðu menn að lækka virðisaukaskatt af matvælum. Sumir sögðu, að neytendur ættu að njóta góðs af. Þær raddir voru frá einhverjum háskólaborgurum, sem höfðu búið of lengi í Mið-Evrópu og voru orðnir hryggleysingjar af dvölinni. Auðvitað var þetta gert til að matvöruverslanir gætu hækkað álagningu sína.
Núna ætla stjórnvöld að fylgjast náið með verðlagi hér á næstunni, svo fólk geti beint viðskiptum sínum til fyrirtækja í samræmi við það. Þetta er frábær hugmynd. Þá geta allir Íslendingar, aðrir en mestu aumingjarnir, séð það svart á hvítu að það er flottast að kaupa í matinn í klukkubúðunum. Þar er maturinn dýrastur og svo miklu, miklu dýrari en á meginlandinu.
Einstaka undanvillingar geta verslað þar sem ódýrast er. Þeir gera sér vonandi grein fyrir hversu óþjóðlegt er að styðja slíkar verslanir.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega
ég hef eitthvað minnst á þetta sjálfur í einum pistli sjálfur
http://zsapper.blog.is/blog/zsapper/entry/491054/
Steinþór Ásgeirsson, 15.4.2008 kl. 09:55
Var að kíkja á pistilinn þinn, Steinþór og við erum greinilega algjörlega sammála um meðvitundarleysi neytenda á Íslandi.
Ég er alla vega hætt að láta fara svona með mig. Og held að jafnvel þótt ég væri milljarðamæringur myndi ég ekki láta bjóða mér þetta. Það er einfaldlega spurning um sjálfsvirðingu að gera eitthvað í málunum.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 15.4.2008 kl. 09:59
enda verður þér örugglega hent út af Te og Kaffi ef þú reynir að stinga inn nefi. Býð þér í beyglu og kaffi um leið og ég er flutt. ókeypis!
Urr
Urður Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:18
Takk, Urður.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 15.4.2008 kl. 12:31
Já hvað er málið með Íslendinga og mótmæli? Fólk fær kjánahroll og verður skrýtið í framan, glottir og roðnar og ég veit ekki hvað þegar það er að reyna af veikum mætti að berjast fyrir breyttu ástandi. Eins og aumingjans trukkabílstjórarnir og þessar annars ágætu uppákomur þeirra til að mótmæla háu bensínverði. En vandræðagangurinn á mótmælastaðnum - boj ó boj. Ég fékk kjánahroll við að horfa á þetta í sjónvarpinu. Gátu þeir ekki gert þetta almennilega og án þess að vera í buddý buddý-samræðum við lögguna? Já og ég mun aldrei viðurkenna að ég versli í Bónus, þó að einhver snúi upp á handlegginn á mér - ég er sko enginn aumingi!
Olla (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:37
Hehe, þetta er alveg rétt Olla, fólk sem mótmælir er oftast með vandræðalegt aulaglott á vörum. "Ég sko meina þetta ekkert illa"-aulaglott. Og búið að koma upp um hvað það er plebbalegt að hugsa um peninga, í stað þess að borga bara uppsett verð.
Farin í Bónus. (ég er búin að æfa mig að segja þetta hérna heima og bráðum get ég sagt þetta opinberlega)
Ragnhildur Sverrisdóttir, 15.4.2008 kl. 12:49
Já forum í Bónus.....ég fagna því að fólk virðist vera að vakna á Íslandi
Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 13:05
Er svo gjörsamlega sammála þér! Ég heiti hm og ég versla í Bónus, heldri konur í saumaklúbb lágu við yfirliði yfir útgangi Bónusara og kölluðu okkur"þessar sem fara í flíspeysunni í Bónus"ég hef snarlega skipt yfir í 66°N :)
Góðar stundir
hm (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:14
Ég heyrði haft eftir efnaðri athafnakonu í Reykjavík: "Svona Íbúðalánasjóðsfólk!" og fannst það mjög fyndið. Miklu flottara að hennar mati að fara bara í bankana og láta svína á sér. Talandi um banka. Í hvert skipti sem fólk hringir í þjónustuver bankans síns er það beðið um kennitölu og síðan eru einhverjar krónur (kannski 60-70 kall) dregnar af bankareikningnum, jafnvel þótt ekkert sé hægt að gera fyrir það. Fattaði þetta fyrir tilviljun og hef ekki hringt síðan. Ég er bara einstaklega ánægð með að kaupmaðurinn minn á horninu, Einarsbúð á Akranesi, er algjörlega samkeppnishæfur við Bónus, stundum dýrari og stundum ódýrari, fer eftir vörutegundum. Annars væri það bara Bónus/Krónan ... að sjálfsögðu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2008 kl. 17:23
Það er nú það! Eru það bara aumingjarnir sem versla í Bónus? Fór einu sinni í Bónus á Seltjarnarnes og hver var þar á harðahlaupum á eftir fokinni kerru nema Guðrún Katrín heitin forsetafrú. Hún hélt alveg kúlinu og brosti sigurreif þegar hún hafði náð tökum á kerrunni. Mikið tekst forseta vorum að ná sér í glæsilegar konur.
Helga Magnúsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:42
Þrátt fyrir að þetta hafi verið blogg gærdagsins hef ég haft gaman af að lesa og tek undir með ykkur.
Er fyrrverandi "íbúðalánasjóðsfólk" en er núna ofurseld fallandi gjaldmiðli vors og okri bankana á yfirdrætti mínum. Hvernig væri ástandið ef bankarnir hefðu fengið íbúðalánasjóð undir sínar hendur eins og þeir fóru fram á?
En ég held að Íslendingar séu töluvert fyrrtir í peningamálum. Ein fín og dýr verslun sem selur "design" husgögn og fylgihluti var með borðstofuborð til sölu, Flott borð, ítölsk á góðu verði, Laumað var í eyra eins viðskiptavinarins að þessi borð kæmu ekki aftur því þau væru ekki nógu dýr og seldust því illa!
En áfram svona áminningar og ég ætla að halda áfram að versla í elsta Bónusinum því þar er vöruúrvalið alveg nóg og kemur líka í veg fyrir að maður er að kaupa einhvern óþarfa. Og fer stolt í flísinu inn.
Jóhanna Garðarsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:26
Ég versla stolt með "Íbúðarlánasjóðsfólki" (hvað gengur annars á í kollinum á fólki sem hnussar yfir meðborgurum í flíspeysum í Bónus??)
Staðreyndin er sú, að verðlagið er alveg nógu stórkostlega hátt í Bónus! Klukkubúðir, Nóatún og hitt gengið má eiga sig.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.4.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.