16.4.2008 | 12:33
Flikk og flakk
Ég las bloggið hjá Jógu og fór að rifja upp hvar ég hef búið um ævina.
Ég fæddist á Ísafirði, þar sem afar og ömmur bjuggu. Fjórða í systkinaröðinni og fjölskyldan bjó í lítilli kjallaraíbúð á Tómasarhaganum í Reykjavík. Það var yndislegt að búa við sjóinn. Mamma og pabbi höfðu áður búið í Litla-Skerjafirði, en þegar börnin voru orðin fimm í þessari þriggja herbergja kjallaraíbúð fluttum við í Granaskjól. Bryndís elsta fékk sérherbergi, Kristján líka, ég og Magga vorum saman í herbergi og Ásthildur inni hjá mömmu og pabba. Ég var orðin sautján þegar mamma og pabbi keyptu einbýlishúsið við Einimel, Ásthildur 13, Magga systir 19, Kristján 21 og að mestu fluttur að heiman, Bryndís löngu flogin til Svíþjóðar.
Mamma og pabbi hafa alltaf búið nánast á sama blettinum, frá Litla-Skerjafirði á Tómasarhaga, svo í Skjólunum og loks á Melunum. Þetta er ekki stór radíus. En svona vilja þau hafa þetta, allt á sama blettinum eins og þegar þau voru krakkar fyrir vestan, býst ég við. Og aldrei fjarri sjónum.
Ég hef alltaf haldið því fram, að það ætti að snúa húsnæðismarkaðnum á hvolf. Það hefði verið frábært ef við hefðum haft þetta hús á Einimelnum þegar við vorum öll fimm lítil! Svo hefðum við getað flutt í Granaskjólið þegar þau elstu voru að týnast að heiman og núna færi áreiðanlega vel um mömmu og pabba í notalegu kjallaraíbúðinni við sjóinn ;)
Þegar ég flutti að heiman var það í litla stúdíóíbúð neðarlega við Laugaveg. Það var menningarsjokk að vakna upp á Laugavegi á hverjum degi, en auðvitað líka alveg rakin snilld fyrir rúmlega tvítuga stelpu.
Nú þarf ég að fara að hugsa mig verulega um......
Jú, næst var það Kambasel, svo fór ég til Noregs í eitt ár og bjó í hrörlegu húsnæði á bakvið höll konungs, því næst bjó ég á hæðinni fyrir ofan Jónatan Livingston Máv á Tryggvagötunni, svo .....aftur Kambasel kannski? Eins og mig minni það..., nei, for helvede.
Fyrsta íbúðin sem ég eignaðist var í Mávahlíð (sem mömmu og pabba fannst auðvitað alveg óskaplega austarlega!). Þar bjó ég, svo um tíma á Njálsgötu og Baldursgötu og í Auðbrekku í Kópavogi, en leigði Mávahlíðina út. Flutti svo þangað aftur og þá með Kötu.
Við Kata fórum til Kaliforníu 1999, vorum þar í tvö ár í leiguhúsnæði, komum heim með systur, fengum inni hjá Addý og Báru í Kópavoginum, keyptum svo í Barmahlíð og fyrir tveimur árum í Logalandinu.
Ætli þetta sé þá upptalið? Ég hef áreiðanlega gleymt einhverju.
Heimili á 16 stöðum. Það er ekki svo slæmt miðað við marga aðra, held ég. Þetta verður vonandi endanleg tala, ég hef ekki í hyggju að hreyfa mig héðan úr Fossvoginum.
Og hvað með systurnar? Þær áttu auðvitað sitt fyrsta heimili í fjóra mánuði í Kaliforníu, svo hjá Addý og Báru, í Barmahlíð og nú í Logalandi. Hérna verða þær vonandi lengi. Svo geta þær farið á leigumarkaðsflakk og lagst í útlandaferðalög, eins og ungt fólk á að gera.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég má til með að setja sjálf fyrstu athugasemdina. Í meðfylgjandi færslu setti ég í fyrsta sinn inn hlekk. Jóga upplýst í bláu og slóð beint á hana.
Svei mér þá, ég á eftir að linka á frétt með þessu áframhaldi!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.4.2008 kl. 12:36
Ég er stolt og hrærð yfir því að vera undir fyrsta hlekknum þínum, svo ég tali ekki um að vera upplýst í bláu ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2008 kl. 14:45
Sniðug upprifjun, datt sjálf í upprifjunargírinn og kemst ekki hærra en í 7-9 staði (skilgreining hve lengi staður er að verða að heimili).
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.4.2008 kl. 15:57
Hvusslags flandur er þetta. Er borin og barnfædd í Ferjuvogi 21 og flutti alla leið í Nökkvavog 44, hljóp sem sagt framhjá Karfavoginum sem hefði verið einni götu nær. Eins og segir í auglýsingunni: Til hvers að vera að skipta?
Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:09
Iss hvað þú ert tæknilega retarderuð. En til hamingju með þetta giant step í tölvuheimum.
Bjó á sama stað til 17 ára aldurs, í Verkó á Hringbraut. Síðan hef ég verið upptekin við að flakka á milli staða, hef búið í hinum lostafulla Kópavogi, Keflavík (fruuuuuuusssssssss) og svo víða um heim audda.
Arg ég er svo móbíl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 20:18
Skemmtileg upprifjun og fær okkur hin til að hugsa..... einhvernveginn finnst manni alltaf að maður hafi búið "lengi" á sama stað, svo það kemur manni alveg á óvart hvað maður hefur í rauninni flutt oft á ævinni...
Lilja G. Bolladóttir, 17.4.2008 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.