17.4.2008 | 10:34
Eldhúsvaskurinn
Á nær hverjum degi fara systur að heiman með allt sitt hafurtask. Þær skilja að vísu rúmin sín eftir og oftast nær rúmfatnaðinn, en flest annað fylgir þeim Kaninn kallar þetta að hafa með sér "everything but the kitchen sink".
Í gær þurfti að þvo sundboli og handklæði eftir skólasundið, því annar tími er í dag. Svo þurfti að hafa til leikfimidótið, því þær fara líka í leikfimi í dag. En það er sko aldeilis ekki nóg, því nú er farið að vora og þá fer bekkurinn þeirra í leiðangur um Fossvogsdalinn eða jafnvel alla leið upp í Elliðaárdal. Þá þarf sérstaka nestistösku og í henni á að vera eitthvað heitt að drekka á brúsa og gott nesti.
Systur fóru í morgun með skólatösku og viðhengda leikfimitösku, sundpoka og lítinn bakpoka með heitu kakói á brúsa og nestisboxi með nýbökuðum bollum og banana.
Þrátt fyrir að mæður þyrftu að taka sér sólarhrings frí frá öðrum störfum til að tryggja að dæturnar væru rétt búnar fyrir þennan eina fimmtudag, þá tókst þeim að gleyma að hafa til sandpappír, flauelsbút, loðinn tuskubút eða annað slíkt, fyrir tímann þar sem fjallað er um mismunandi áferð hluta.
Þetta er frábærlega skemmtilegur skóli, en Drottinn minn, var þetta svona þegar ég var lítil? Ég man að mamma hitaði kakó á morgnana og smurði nesti og auðvitað hafði hún til leikfimidót og sunddót.... o.k. líklega var þetta svona þá líka
Þegar þær voru að fara út úr dyrunum með allan farangurinn (Kata skutlaði þeim á bílnum að þessu sinni, þetta var eiginlega too much) þá minntu þær mig strangar á að koma nú að skólanum um leið og rútan kæmi með þær úr sundinu. Þær eru nefnilega að fara beint á fótboltaæfingu, eftir fótboltaæfingu máta þær nýju Valsbúningana, stilla sér upp fyrir myndatöku og fá svo pizzuveislu.
Ég verð þreytt bara við að skrifa þetta.
Á morgun ætla þær til ömmu Möggu og afa Torben og gista þar um nóttina. Elísabet lýsti því yfir á dögunum að hún ætlaði að gista þar 8 sinnum í mánuði, svo þær verða að halda vel á spöðunum. Núna þurfa þær ekki að taka með sér sængurfatnað og þær þurfa svo sannarlega ekki nesti!
Í gærkvöldi fengu þær grjónagraut í kvöldmat, eftir þrábeiðni Margrétar síðustu daga. Elísabet heimtaði þá að fá kakósúpu fljótlega, því það er hennar uppáhald. Ég sagði að það væri alveg möguleiki, en var ófáanleg til að lofa súpunni næstu daga.
Stuttu seinna hringdi síminn og Elísabet náði honum fyrst. Í símanum var amma Magga og þær ræddu um fyrirkomulag gistingar. Svo spurði amma Magga greinilega að einhverju, Elísabet leit skelmislega á mig og sagði í símann: "Kakósúpu!" Ég fór að hlæja þegar ég heyrði þetta, en Elísabet tók á rás með símann um allt hús og ætlaði aldrei að láta mig fá hann, því hún óttaðist að ég ætlaði að skipta mér af matseldinni í ömmu- og afahúsi. Það hvarflaði ekki að mér, hún má fá sína kakósúpu þar, í komandi dekri.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehehe já hún hefur óttast afskipti hehe..
Það er heilmikið umstang í kringum börn, mér tókst sífellt að gleyma einhverju...*dæs*
Ragnheiður , 17.4.2008 kl. 10:53
Ragmhildur mín þetta er bara æfing, sko fyrir meiri fyrirkomulag, þyngri byrðar og fleiri "fylgihluti".
Ég hlýt að vera orðin ógissla gömul því hjá mér var það taskan, leikfimipoki og sunddót af og til. Jú og herti handavinnupokinn einu sinni í viku. Enda pylsutroðningsaðferðin við líði í Meló fortíðar, ekkert verið að láta mann snerta áferðir og svoleiðis í náminu. Bara stagl.
En þetta var sem sagt nostalgíublogg - inni á þínu bloggi
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 11:10
Kakósúpan er klassík, ég er alveg sammála því. Ég er bara ekki eins spennt fyrir henni sjálf og ég var fyrir 40 árum.
Kennsluaðferðirnar voru óbreyttar í Melaskóla þegar ég fór þar um nokkrum árum á eftir þér, Jenný. Farangurinn taska, leikfimipoki, stundum sundpoki og svo helv... rauðköflótti handavinnupokinn. Ég varð mér sjálf úti um rannsóknarefni í áferð hluta. Minnistæðast er bananahýðið, sem var skærgult með bláum Chiquita miða þegar ég fann það að hausi, en brún klessa undir steininum þar sem ég faldi það að vori. Tékkaði á þróuninni daglega ;)
Þetta var nostalgíublogg - inni á mínu bloggi.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.4.2008 kl. 11:16
Man bara að mín komu yfirleitt léttari heim en þau fóru af stað. (Er ekki bara að tala um nestið) Að vísu átti það sérstaklega við um soninn, í þau skipti sem systir hans hugsaði ekki fyrir hann! Ég fór reglulega upp í íþróttahús/sundlaug/skóla og sótti þangað húfur, boli, úlpur, sundboli, leikfimisbuxur o.s.frv.. sem þau höfðu skilið eftir. Börnin uxu síðan úr grasi og önnur dóttirin, nefnum engin nöfn, fer helst ekki útúr húsi nema með bjútíbox, hárblásara, hársprey og aukapar af skóm! ,,Just in case" .. Svona ca. sem passar í eina stóra tösku.. veit ekki hverskonar uppeldi hún hefur fengið! .. Enda kom það hvorki henni né mömmu hennar á óvart í strumpaprófi að hún var ,,Vanity Smurf" ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.4.2008 kl. 11:20
Móðir mín á 82. aldursári dæsir mikið yfir því hvað við þurfum alltaf að vera fara og gera í sambandi við skóla dætranna. Og takið eftir - það er hún sem dæsir, ekki ég.
Enda held ég að mamma og pabbi hafi farið 2svar á ári í foreldraviðtöl (eða var það kannski 1 sinni á ári) og þá án okkar barnanna.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:30
Úff, meira að segja ég varð pínu stressuð að lesa bloggið þitt og allt sem þið þurftuð að muna og hafa til fyrir þennan skóladag. Þetta kallast örugglega lifandi skóli, eða eitthvað þannig, en mér finnst persónulega við foreldrarnir stundum þurfa að taka óþarflega mikinn þátt í hinu og þessu. Ég meina, ég er búin með mína grunnskólagöngu og vel það, af hverju þarf ég að mæta svona mikið á hina og þessa atburði í grunnskóla sonar míns??
Lilja G. Bolladóttir, 18.4.2008 kl. 02:39
Sammála þér Ragnhildur, kakósúpa bragðast öðruvísi í dag en fyrir 30 árum. Svo er það þetta með blessuð börnin og skólana. Ekki rekur mig minni til þess að mínir foreldrar hafi neitt sérstaklega mikið haft fyrir minni skólagöngu. Maður bara fór í skólann, stundum með leikfimidótið og sundpokann og stundum ekki. Gleymdist sjálfsagt oftar er eðlilegt mætti telja í dag hjá nútímabörnum, enda eru það ekki þau sem passa upp á þetta sjálf heldur við ofurforeldrarnir. Og ef maður gleymir að láta afkvæmin fá pokann einn daginn hringir leikfimikennarinn til að láta mann sko vita að barnið hafi ekki mætt með fötin í morgun - og það er meira að segja skráð. Hef það stundum á tilfinningunni að skólar í dag miði við að a.m.k. annað foreldrið sé heimavinnandi til að sinna þessu öllu - skutla, græja, útbúa allskyns nesti, föndur, sækja allskyns fundi og taka virkan þátt í foreldrafélaginu bæði í skólanum, íþróttunum með tilheyrandi stússi við fjáröflun og ég veit ekki hvað og hvað....... Maður gerði þetta bara sjálfur í gamla daga og kom sér á milli staða á reiðhjóli, gangandi eða í strætó. Smá púst hjá mér á blogginu þínu Ragnhildur af því að ég á ekkert sjálf
Olla (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 12:04
Það kemur vissulega fyrir að þær skilja ýmislegt eftir, Jóhanna. Ég steypi reglulega úr óskilamunastampinum í Fossvogsskóla og finn alltaf eitthvað í þeirra eigu.
Kristín, ég man heldur ekki til þess að mamma og pabbi hafi verið eins og gráir kettir í skólanum mínum. Og það þótti alveg furðulegt uppátæki þegar ég var komin í Hagaskóla og átti einhvern tímann að fara með á foreldrafund.
Lilja, það er alveg bannað að barma sér undan þessu. Það er bara ekki politically correct, sjáðu til. Þess vegna bítum við bara á jaxlinn og leggjum jafn mikla vinnu í skólagöngu barnanna og sætum við sjálfar á skólabekk
Þú mátt alveg pústa hérna, Olla. Sem oftast.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.4.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.