Gallaðar, ekki gallaðar

Systur fengu nýja æfingagalla og regnstakka á Valsæfingu áðan. Þær eru alsælar. Þetta eru flottir gallar, með nafninu þeirra saumað í brjóst vinstra megin og á aðra skálmina. Regnstakkurinn er alveg kapítuli út af fyrir sig, hann er svo flottur.

Núna eru þær úti að leika með Mörtu Maríu. Og eru í nýju göllunum. Ég vona að þær verði ekki fyrir aðkasti í þessu Víkingshverfi. Elísabet hefur nokkrar áhyggjur af því, segist alla vega ekki ætla að fara í þessum Valsbúningi í skólann. Eða alla vega ekki alveg strax. Eða alla vega bara stundum. Kannski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Mér líst vel á þessa stelpur, sko þær eru ekki fyrstu Valsstelpurnar í hverfinu, og mér finnst það gott að það lepji ekki allir upp eitthvað Víkingsæði þó að Víkingur sé hverfisliðið. Það var oft hasar á mínu bernskuheimili, systir mín var nefnilega í Víking en ég harður Valsari, og er enn.

Helga Auðunsdóttir, 18.4.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég hef að vísu ekki barist hatrammlega fyrir þessu Vals-æði á heimilinu. Kata á allan heiður af því. Og Linda leikskólakennari, sem var með grímulausa innrætingu frá fyrsta degi

Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.4.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband