Keðjusagarfrúin

Systur fóru sportlegar í skólann í morgun, í nýju æfingabuxunum, Nike-bol og strigaskóm. Margrét skellti sér svo í regnstakkinn, sem er kyrfilega merktur henni og Val.

Elísabet fór í úlpu.

Þegar við komum að Fossvogsskóla heilsuðu þær einni af 12 ára vinkonum sínum. Hún var í rauðum Hummel-jakka, að vísu ekki merktum Val, en þær systur mundu allt í einu að hún er Valsari. Og gátu rifjað upp hina og þessa Valsara í skólanum.

Elísabet fékk ógurlega bakþanka vegna úlpunnar sem hún var í. Og af því að hún er fordekruð þá stökk ég með nýja regnstakkinn í skólann kl. 9 og tók úlpuna til baka.

Vonandi verður sigurganga litlu Valsaranna um ganga Fossvogsskóla óslitin.

Svo fara þær í kakósúpuna til afa og ömmu í kvöld. En fyrst kemur afi hingað og hjálpar okkur að snyrta runnana meðfram austurhlið hússins. Ég er meira að segja búin að leigja keðjusög.

Þetta er fyrsta keðjusögin sem ég kem nálægt. Ekki seinna vænna, það verð ég að segja. Og mun sveifla henni eins og ég sé að leika í hryllingsmynd frá Hollywood. Hafið það, ljótu greinar!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Ragnhildur

Í guðanabænum haltu þig innandyra meðan afi er að snyrta runnana Hver er kl mamma ?

Kveðja

JFK

J Friðrik Kárason (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Keðjusög????

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Æ, rétt, ég er víst klaufamamman

Gef skýrslu um meiðsli síðar, ef ég hef alla putta til að slá á lyklaborðið.

Já, keðjusög, Jenný! Í guðanna bænum fáðu nú engar hugmyndir, kona!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.4.2008 kl. 15:36

4 identicon

BWAHAHAHAHA!!!

dabbaaa (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband