Fullt hús

Systur fóru syngjandi sælar til afa og ömmu í gærkvöldi. Og fengu kakósúpu. Amma og afi höfðu vaðið fyrir neðan sig og voru líka með kjötbollur, en mér skilst að þau hafi nú að mestu setið ein að þeim.

Við Kata fórum í mat til Addýar og Báru, hittum Siggu og Siggu þar og fengum stórgóðan mat að venju. Það var auðvitað ljúft.

Systur urðu ekkert kátar að sjá mig fyrir klukkan 10 í morgun. Þær vildu miklu frekar láta dekra við sig áfram hjá afa og ömmu en að fara í gítartíma. En komu nú samt með og tóku fljótt gleði sína á ný.

Þær heimtuðu almennilegan morgunmat og áður en ég gat spælt eitt egg höfðu þær boðið Töru vinkonu og Brynju frænku hennar að borða með okkur. Ég sé alveg hver þróunin er. Í sumar verðum við örugglega að leita af okkur allan grun áður en við yfirgefum húsið, að ekki leynist einhvers staðar einhver gesturinn. Þær vilja helst hafa fullt hús af vinum alla daga.

Núna fengu þær að hlaupa út í sjoppu, enda nammidagur. Svo ætla þær í bíó með Töru á eftir. Við Kata ætlum hins vegar að skella okkur í vorverk í garðinum. Það bólar að vísu ekkert á nýrri keðjusög, en við finnum okkur eitthvað annað til dundurs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þær systur eru greinilega vinsælar, ekki að furða miðað við hvað þær eru skemmtilegar hérna í blogginu þínu. Garðverkin hér á bæ eru þau að ráðnir eru utanaðkomandi aðilar til að sjá um hann. Hata garðvinnu.

Helga Magnúsdóttir, 19.4.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttlegar þessar stelpur þínar - hafa sko vaðið fyrir neðan sig, það veitir sko ekki af á síðustu og...

Edda Agnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 786308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband