Vinir

Systur voru að lesa og skrifa í sögubækurnar sínar. Að þessu sinni áttu þær að skrifa undir fyrirsögninni "Hvernig er góður vinur?"

Margrét fór inn í herbergi og skrifaði alveg hjálparlaust:

"Góður vinur er þanig að hann er góður hjálpsamur og vinur. Ef að maður er búin að þekka þá mjög leingi þá er óhædd að seiga þeim lindarmál. Svo getur maður líka leikið við hann í fótbalta ef að maður vill. Svona er góður vinur."

Svo teiknaði hún mynd af fjórum góðum vinum: Margrét, Elísabet, Marta og Tara. Logalandsgengið ljúfa.

Elísabet fékk dálitla aðstoð að þessu sinni. Hún samdi auðvitað textann sjálf, en skrifaði hann fyrst niður á blað og bað svo um leiðréttingu. Síðast skrifaði hún beint inn í bókina, án þess að leita sér nokkurrar aðstoðar og textinn varð þá afar skrautlegur. Hún var búin að átta sig á hversu morandi í villum hann var og vildi því prófarkalestur núna. Páskasagan hennar var að vísu óborganlega krúttleg (Hún byrjaði svona: "ég var up í sumapúsdaþ meþ gvuþmæþum mínum...") en ef gullið vill leiðbeiningar um stafsetningu þá er það ekki nema velkomið.

Að grófum prófarkalestri loknum var textinn, sem hún færði inn í sögubókina, svona:

"Góður vinur er skemmtilegur og góður. Han getur til dæmis fariþ með mani í bíó og leikið við mann. Bestu vinir mínir heita Margrét, Marta María og Tara. Þeta eru bestu vinir mínir."

Og auðvitað teiknaðí hún mynd af nákvæmlega sama gengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband