Moll í sama dúr

Sem ég ók heim úr bænum áðan ákvað ég að koma við í Bónus í Holtagörðum. Ég vissi að þar væri komin ný verslun. En hafði ekki minnstu hugmynd um að þar væri líka Hagkaup, Eymundsson, Max, Habitat o.fl. o.fl. Og bílastæði á tveimur hæðum!!?

Hvernig gat þetta farið framhjá mér?

Þetta hlýtur að hafa verið auglýst í bak og fyrir og ég man sosum eftir einhverri opnunarauglýsingu um helgina. En að þetta væri svona stórt og bílastæði á tveimur hæðum (!!?) það hafði gjörsamlega farið framhjá mér.

Fólk er misnæmt á umhverfi sitt. Þetta moll er í svipuðum dúr og önnur.

Systur voru kátar í morgun, vöknuðu við hringingu frá mömmu sinni í London og spjölluðu við hana drjúga stund. Svo stukku þær á fætur, klæddu sig í svart og rautt í tilefni af 100 ára afmæli Víkings, en fóru svo í flíspeysur og vesti yfir, því ekki ætluðu þær að storka örlögunum í Fossvogsskóla með því að fara í Vals-regnjökkunum. Þeir vöktu að vísu eintóma aðdáun á föstudag, Elísabetu til mikils léttis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er það ekki í þessari frómu Hagkaupsverslun í Holtagörðum sem hið vinsæla pössunarherbergi pabbanna er staðsett.  Eins og mig minni það

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ekki vissi ég af þessu og bý þó nær Holtagörðum en þú. Mér leiðast að vísu verslunarmiðstöðvar þannig að kannski hefur þetta bara farið inn um eitt og út um hitt.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 13:46

3 identicon

Framhliðin á þessari verslunarmiðstöð er skammarleg. Það sést ekki í húsið fyrir bílastæðahúsinu- ullabjakk. Ég á heima í göngufæri frá þessu komplexi og gæti ekki gengið þangað með fjölskyldunni án þess að leggja líf og limi okkar í hættu.  Gangandi eða hjólandi eiga ekkert erindi á þennan stað sem er miður. Man þá daga þegar hægt var að ganga til Jóa Fel - hafi hann engar þakkir fyrir að færa sig í bílahöllina.

Og umræðan um pössunarherbergið fyrir karlana er mjög orðum aukin. Það finnst raunar sófi í Hagkaup og sjónvarp þar sem sýnt er eitthvað annað en teiknimyndir - voila - pössunarherbergi.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég labbaði hring í Hagkaupum en sá nú ekki þetta herbergi. Hagkaupsmenn geta sjálfum sér um kennt að þetta hafi verið kallað pössunarherbergi fyrir karla, því þeir kynntu það þannig sjálfir, aularnir.

Ég stoppaði hins vegar ekki lengi í Hagkaupum, ég geri mín innkaup í Bónus þessa dagana.

En þetta er svo sannarlega forljótur fjári, það er rétt. Bílastæðahúsið skyggir alveg á, en það er auðvitað líka þannig í Kringlunni og víðar.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.4.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband