21.4.2008 | 15:16
Tímanna tákn
Ég gerði mér ferð í Ikea í dag og keypti þar hrúgu af mátulega stórum og hæfilega þunnum handklæðum til að dekka endalausa púkahúguna sem verður ofan í heita pottinum hérna í allt sumar, ef fer sem horfir. Fínt að eiga nóg af billegum handklæðum fyrir púkana, svo þau stóru og silkimjúku séu ávallt til taks fyrir þá stóru og silkimjúku ...
Ég fann líka klukkuna sem ég var að leita að. Systur eru nefnilega að rembast við að læra á klukku, en við gerum þeim afskaplega erfitt fyrir á þessu heimili.
Í svefnherberginu er digital klukka og systur ná auðvitað engum skilningi á nokkrum sköpuðum hlut með því að mæna á 07:23 eða 20:33 eða einhverjar aðrar óskiljanlegar runur.
Í stofunni er afskaplega fansý og í-tætlur-hönnuð veggklukka, svo últra smart að fólk þarf að vita að þetta er klukka, þá getur það farið að leita að vísunum og giskað svo cirka á hvað klukkan er. Þar skeikar léttilega 5-10 mínútum til eða frá. Klukkan er svakalega flott, en systur eru alltaf jafn bit þegar við segjum þeim að þetta sé í raun og veru tæki til að mæla tímann.
Í sjónvarpsholinu á neðri hæðinni er Morgunblaðs-veggklukka, til minningar um öll árin mín á Mogga. Og árin hennar Kötu líka. Þessi klukka er ekki með neinum tölustöfum. Í stað þeirra standa tólf bókstafir: M-o-r-g-u-n-b-l-a-ð-i-ð. Systurnar getið "lesið" á þá klukku, en eru engu nær um tímann. Margrét reynir stundum: "Klukkan er núna alveg að verða A" tilkynnti hún um daginn og hló eins og vitleysingur.
Í Ikea fann ég ofurvenjulega klukku. Stóra og kringlótta og á henni stendur einfaldlega 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10-11 og 12. Og á milli tölustafanna eru meira að segja punktar sem sýna mínúturnar. Þessi herlegheit kostuðu heilar 195 krónur.
Ég verð ekki étin af okurpúkanum í dag.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, ég verð víst að fá að æfa mig aðeins betur í útsjónarseminni áður en ég næ að standa undir nafni sem hagsýn húsmóðir. Ég óttast að ég eigi svo sannarlega minn skerf af þenslu undanfarinna ára
Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.4.2008 kl. 15:27
Voðalega ertu samansaumðuð Ragnhildur. Þú hefur ekkert að gera á þing svona hagsýn. Af hverju keyptirðu ekki orginal Reymond Weil fyrir börnin? Þú grimma kona.
Muhahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 16:52
Þetta er sko tímanna tákn, að vera með klukkur úti um allt sem sinna öllu nema hlutverki sínu.
Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 16:58
Jenný, ég verð nú að gefa þeim systrum tækifæri til að leggja fæð á mig þegar fram líða stundir!
195 kr klukkan er svo hávær að ég verð að taka batteríið úr henni í nótt. Klukkutif er kósý, en bara í hófi. Þetta er óhófsklukka.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.4.2008 kl. 17:07
Hehe kannast við gripinn. Keypti einn slíkan handa syni mínum. Get ekki með nokkru móti einbeitt mér þegar ég er nálægt þessu líka hrikalega tikk-takki sem verður að miklum hávaða þegar engin önnur umhverfishljóð heyrast. Og mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hvernig drengurinn getur sofnað við þetta.
Olla (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:09
Var einmitt rétt í þessu að færa klukkuna í næsta herbergi, ég gat ekki einu sinni farið bloggrúntinn með þetta fyrirbæri nálægt mér
Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.4.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.