Nei gegn auglýsingum

Ég er sammála þeim sem pirra sig yfir endalausum skyndibitaauglýsingum í barnatímum sjónvarpsins. En mér finnst fólk ganga fulllangt þegar það talar eins og skyndibitafíknin verði bara alls ekki hamin vegna þessara auglýsinga.

Systur spyrja stundum, þegar þær sjá auglýsingu t.d. frá Mc´Donalds um einhvern hroðann, hvort þær megi ekki fara þangað.

Þá segjum við Kata bara "nei"

Það er alveg þjóðráð.

Systur eru alsælar þá sjaldan þær fá að fara á þennan stað, en ég fullyrði að það er ekki nema kannski á tveggja mánaða fresti.

Áðan fóru þær að suða um eitthvað í gogginn. Ég bauð þeim gulrætur. Þær mögluðu, vildu það sko "alls ekki!". En núna er gulrótarpokinn nær tómur og þær suða sífellt um meira.

Ætti ég kannski að láta þær ráða þessu? Stynja bara, kenna auglýsendum um og gefa þeim franskar þegar hungrið sverfur að? Er það ekki alveg fullkomin uppgjöf?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er með tæplega þriggja ára og tæplega fimm ára og það er sama sagan hérna. Þær verða voða spenntar að sjá auglýsingu frá makkanum og spyrja hvort við getum farið. Held að foreldrarnir hafa sagt seinna í öll skiptin. Þar með er málið dautt. Maður þarf ekki að rjúka til og kaupa allt sem er auglýst bara til þess að geta sloppið við að segja nei við börnin sín. Það virðist reynast ansi mörgum foreldrum erfitt þetta litla orð.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko einu sinni var mér sagt að það væri bannað að auglýsa með börn sem markhóp.  Veit ekki hvort það er rétt en það er amk, fullkomlega lógískt.

Jenný Una sem er bara 3 ára vill fá sona Bratzdúkku og sona dót amma og sona og sona í hvert sinn sem hún horfir á barnaefni.

Förum með hana og kaupum franskar einu sinni í mánuði.  Þvílík hátið.

Láttu þær belgja sig út af gulrótum og káli.  En það er hætta á að þær taki lit.  Hm...

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég er alveg á því að það sé óþolandi að beina auglýsingum svona stíft að börnum. En ábyrgðin á uppeldinu liggur nú samt hjá mér og Kötu.

Ef eitthvað ber út af þá verð ég kannski fyrst allra til að kenna "lélega kerfinu" um

Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.4.2008 kl. 19:05

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hver er staðan?

Ásgrímur Hartmannsson, 21.4.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Garún

Ég verð brjáluð og neita að vinna við auglýsingar sem stuðla að því að gera börn að neytendum.....sorry þannig er ég...ég t.d neitaði að vinna við Egils auglýsingu þar sem barn var látið syngja lag til að auglýsa malt og appelsín.....ég er bara viðkvæm fyrir þessu..

Garún, 21.4.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Við búum í 5 mínútna göngufæri við skyndibita miðstöð Íslands - Skeifuna. Dæturnar velja sér nær án undantekninga að fá Subway - hálfur bátur mánaðarins á um 300 kr. fullt af grænmeti.

Makkinn er góður 2 - 3 á ári.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband