22.4.2008 | 09:37
Víkingar
Litlu Valsararnir mínir fögnuðu 100 ára afmæli Víkings með stæl í gær.
Felix Bergsson og fleiri fulltrúar Víkinga komu í Fossvogsskóla og gáfu öllum krökkunum Víkingsfána. Ég nappaði þessari mynd af heimasíðu skólans. Þarna eru bekkjarsysturnar Unnur, Margrét, Marta María, Elísabet og Tara í góðu Víkingsstuði.
Þegar ég fór með systur, Mörtu og Töru á fimleikaæfingu síðdegis í gær sungu þær einhvern heimatilbúinn hvatningarsöng, þar sem þær skiptust á að mæra Víking og Val. Systur reyndu að breyta textanum, vildu að hann fjallaði um að Víkingar væru góðir, en Valsarar bestir, en Marta og Tara mótmæltu því harðlega. Svo bæði liðin voru "best" í söngnum þeirra.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi hvað ég skil þessar kringumstæður vel. Svona hefur þetta verið í dalnum góða og verður sennilega alltaf til staðar
Það var ekki svo sjaldan að upp kom rígur á milli krakkanna í vinahópi minna VÍKINGSkrakka og það sem mér fannst alltaf undarlegast var að heldur meiri ákafi var á stelpunum frekar en strákunum , en sem betur fer var þessi Vals/Víkingsrígur nú ekki svo djúpstæður að til óvinskapar kæmi og skulum við vona að þannig haldist það.
Öll dýrin eiga jú að vera vinir í skóginum (líka Víkings og Vals "dýrin")
Guðný Ósk (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:08
Bróðir minn hefur alltaf verið mikill Valsari og sækir enn alla boltaleiki Valsmanna, bæði karla og kvenna! Hann hefur samt búið í vesturbænum síðan börnin hans voru ung og eins og hann segir sjálfur: Ég missti börnin mín......í KR!
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 14:31
KR-ingurinn ég missti börnin mín í Val! En Kata er alsæl, enda stóð hún fyrir þessum ósköpum, dyggilega studd af Lindu innrætingarmeistara á leikskólanum.
Þegar ég verð vör við einhvern ríg þá bendi ég stelpunum alltaf á hvað það væri nú fúlt ef það væri bara eitt lið. Við hvern ætti þá að keppa?? Þetta þaggaði niður í Völsurum og Víkingum í bílnum í gær ;)
Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.4.2008 kl. 15:06
Hallo hallo!
Thad er gott ad heyra ad stelpukruttin min skemmtu ser vel a Vikingsafmaelinu - svo treysti eg thvi audvitad ad thaer hafi farid beint a Valsaefingu :)
Skiladu mommuknusi!
-k
Hanna Katrin (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:16
Ég skila margföldum knúsum. Og þú getur verið alveg róleg, ég laumast ekkert með þær á KR-æfingu þegar þú ert fjarverandi. ÉG geri ekki svoleiðis lagað.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.4.2008 kl. 19:49
Þú ert algjörlega til fyrirmyndar, Það var lesendabréf í Mogganum þar sem var verið að velta þeirri hugmynd upp hvort rétt væri að fara með íþróttafélöginn ínn í skólanna samanber 100 ára afmæli Víkings á sama tíma og fólk er að æsa sig yfir samstarfi kirju og skóla. Ég verð að segja að ég varð hugsi yfir þessu en það leið fljótt hjá auðvita eigum við að koma með íþróttafélöginn inn í skólanna þetta er að verða heilsufarsmál. Frábært hjá Víking að halda flotta afmælisveislu. Annars á Sólhlíð 40 ára afmæli um þessar mundir og verðu haldin afmælisveisla í ágúst við látum ykkur vita þegar nær dregur.
bestu kveðjur til ykkar allra
Áfram Valur
Rauðadeild
Linda Ósk (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:17
Hmm, þetta eru nú oft meiri trúarbrögð en lútherskan
Takk fyrir Sólhlíðarboð, við mætum ef við erum á annað borð í bænum.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 28.4.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.