Á bloggina

Systur fóru á Valsæfingu í dag og höfðu legghlífarnar innan undir sokkunum, í fyrsta skipti. Legghlífarnar eru mjög flottar, svartar og silfraðar, en nú voru þær í splunkunýjum sokkum og féllust á að hafa þá yfir.

Af æfingu brunuðum við beint til Afa Ís og Ömmu Deddu, enda vissum við að þau voru með stóra, ósnerta súkkulaðiköku. Systur borðuðu hana hálfa, svei mér þá.

Næst var það Kringlan, að kaupa afmælisgjafir fyrir tvöfalt afmæli sem þær fara í á morgun. Svo brustu allir varnargarðar hjá mér og þrátt fyrir kokhreystina hér á blogginu fóru systur á McDonald's. Já, já, ég veit....

Þegar við komum heim ákváðu þær að skrifa kveðju til mömmu sinnar "á bloggina". Það tók laaaangan tíma. Margrét var sneggri og gerði fáar og ofurkrúttlegar villur. Hún fann víst ekkert vaff nema það tvöfalda og fannst það líka miklu flottara. Elísabet var miklu lengur, en hún sýndi og sannaði hvað hún getur skrifað rétt þegar hún vandar sig mikið.

Hérna eru kveðjurnar til þín, Kata ;)

ELSKU MAMMA. ÉG WONA AÐ ÞÉR LÍÐI WEL Í LONDON KNÚS OG KOSSAR  FRÁ MARGRÉTI  J

ELSKU MAMMA ÉG HLAKKA TIL ÞEGAR ÞÚ KEMUR HEIM. GVEÐJA ELÍSABET J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jesúsamín hvað þetta er yndislegt.  Búhú

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Nei, GVEÐJA, sjáðu til ;) Reyndar ætlaði hún líka að skrifa "gemur heim", en systir hennar kom í veg fyrir það.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.4.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

og auðvitað skrifa Margrét með twöföldu waffi til að hafa útlenskan hreim,er ekki mamma í enskumælandi landi?

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það má wel wera ;)

Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.4.2008 kl. 21:08

5 Smámynd: Ragnheiður

Mestu krúttin en aumingja mamman sem er í útlandinu og les, þar hafa örugglega verið einhverjar ræskingar og svoleiðis

Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 21:46

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

0002011D0002011D

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:42

7 identicon

ÆÆJjjhii krúttin :D Yndisleg svona barnsleg einlægni

Dabbaa (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:43

8 identicon

Ekki amalegt að fá svona dásamlegar kveðjur frá prinsessunum

hm (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:43

9 identicon

Æji þær eru svo mikla dúllur! Það er einmitt þetta sem bræðir hjartað. Geymi öll litlu bréfin og skilaboðin til mín sem voru skilin eftir á eldhúsborðinu um ferðir unganna, misvel stafsett og skiljanleg. Og reyndar bréfin til jólasveinsins og tannálfsins líka, ef út í það er farið  Gveðja, Olla.

Olla (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:24

10 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Mikiðfinnst mér það gott hjá ykkur Kötu að ala þær upp í Vals. Sjálf bjó ég í Víkingshverfinu en var í Val. Ég er ævinlega þakklát fyrir árin í handboltanum og spilaði í öllum flokkum og vann til 13 medalía; geri aðrir betur. En það var nú á gullaldraárum Valskvenna.

Mig munaði ekki mikið um að taka strætó Bústaðherfi-hraðferð niður að Miklatorgi og tölta þetta síðan í Valsheimilið. Gott hjá Kötu Valskonu að hugsa heim í heiðardalinn; og ef þær hafa hæfileika móðurinnar og keppnisskap þá þurfið þið mömmur ekki að örvænta.

Forvitna blaðakonan, 26.4.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband