Engar flækjur

Hvílíkur sumardagur!

Systur tóku þetta með trompi. Þær eyddu drjúgum tíma í pottinum með Töru, Brynju Törufrænku og Halldóru bekkjarsystur, sem gekk hingað alla leið úr Vogalandi og var að vonum stolt. Hún segist vera einn klukkutíma að ganga í skólann á morgnana. Eins gott að stóri bróðir fer með henni Wink

Á meðan systur og vinkonur voru í pottinum fyllti ég þrjá ruslapoka af garðúrgangi og spúlaði gangveginn niður með húsinu austan megin. Ég var farin að skammast mín verulega fyrir draslaraganginn þar. Í fyrra klippti ég aldrei limgerðið þar og hrökk við í hvert sinn sem ég keyrði skræki í einhverju barni sem hjólaði á grein eða hnaut um rótarflækjur. Keðjusögin góða vann á þessu öllu saman og háþrýstidælan skolaði rest út í hafsauga. OK, kannski ekki út í hafsauga, en alla vega í hrúgu og svo í poka. Ég er búin að ganga stíginn 20 sinnum fram og til baka, bara til að njóta þess að komast um hann án nokkurra hindrana.

Við þrjár fórum til Ásthildar systur seinnipartinn og þar er engum í kot vísað. Tumi hundakríli tók systrum fagnandi og þær fengu að fara með hann í dálítinn göngutúr. Marta Bryndís miðjubarn á afmæli á mánudag, svo við tókum forskot á afmælisknús.

Um leið og við komum heim stukku þær til Töru. Engin furða, þær hafa bara verið saman í 5-6 tíma í dag. Þær fá að vaka frameftir í kvöld. Svo kemur mamma þeirra heim, áreiðanlega eins og jólasveinn eftir heimsókn í H&M í Köben.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega ertu að gera þig í limgerðisstíðinu Ragnhildur. 

Þú verður garðfrömuður ársins.

Stúlkur eru auðvitað sömu dúllurnar, laugardaga jafnt sem alla aðra daga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið máttu nú vera stolt af sjálfri þér fyrir dugnaðinn með kjeðjusögina í garðinum. Og mikið geturðu líka verið stolt af dásamlegu stelpunum þínum, sem eiga svona líka gönguglaða bekkjarvinkonu. - Gleðilegt sumar !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Reyndar sveiflaði tengdapabbi söginni, ég get nú ekki eignað mér það afrek.

En limgerðið er fínt. Og áreiðanleg fínna en ef ég hefði gert þetta

Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.4.2008 kl. 17:27

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þvílíkur dugnaður. Ertu ekki vinsælasta konan í götunni eftir þetta? Eða sú óvinsælasta því nú þykjast örugglega margir vera skyldugir til að sýna sama dugnað.

Helga Magnúsdóttir, 27.4.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband