27.4.2008 | 22:47
Dagþreyta
Systur voru mjög syfjaðar þegar við ókum út á flugvöll í gærkvöldi. Þær hresstust í flugstöðinni, enda fóru þær í hjólaskónum sínum og í Leifsstöð er nóg pláss til að renna sér fram og til baka.
Nágrannarnir á númer tvö komu yfir í hádeginu í dag og við nutum góðs af ostum og öðru gúmmelaði sem Kata kom með heim í gærkvöldi. Svo fóru systur í heita pottinn með Mörtu Maríu og Stefáni litla bróður hennar og auðvitað skellti Tara sér með. Þórunn skólasystir þeirra birtist líka, en hún lét sér nægja að fara í fótabað í pottinum. Halldóra bekkjarsystir bættist í hópinn eftir baðið og þá var nú orðið þokkalega fjörugt hérna
Afi Torben hélt upp á afmælið sitt í dag, viku eftir afmælisdaginn og við sátum úti á palli þar og úðuðum í okkur pönnsum og tertu. Þegar við snerum heim fórum við Kata í vorverkin í garðinum (úff, þau eru ansi mörg!), að þessu sinni þurfti að sprauta hreinsiefni á pallinn og háþrýstiþvo á eftir, svo hann verði klár fyrir viðarvörn (við vorum ekki búnar að sjá veðurspána um vorhret næstu daga )
Systur voru hjá Töru á meðan við baukuðum þetta. Við kvöldmatarborðið voru þær ansi lúnar. En auðvitað játa þær ekki þreytu á sig fyrr en í fulla hnefana. Þegar Margrét geispaði spurði Kata hana hvort hún væri orðin mjög þreytt. "Nei, ég er ekki þreytt. Eða kannski smá. En bara svona dagþreytt."
"Dagþreyta" er auðvitað frábrugðin "kvöldþreytu" vegna þess að hún kallar ekki á að maður fari beint í háttinn.
En það gerðu þær nú samt, eftir nokkrar blaðsíður í Hundaeyjunni.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þær eru samar við sig þessar elskur. ALLTAF bissí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 23:48
Datt inn á þessa síðu fyrir stuttu og er dyggur lesandi síðan, frábærar yndislegar sögur sem ylja og kæta. Er í þeim sporum að vera með tvo "næstum fullorðin" 17 og 19 heima og þessar sögur rifja upp svo margt skemmtilegt. Þetta er yndislegur tími sem skvísurnar litlu eru á og allt of fljótur að líða, um gera að njóta hans í botn.
Takk fyrir að deila þessu með okkur
Elín Sigríður Óladóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.