Ástarmælingar

Stebbi stórsjarmör, bekkjarbróðir systranna, kom í heimsókn í dag. Með þrjá sleikjóa, einn á mann. Hann kann sig, sá drengur Wink

Hann sýndi þeim líka hvernig hægt er að ganga úr skugga um hver er skotinn í hverjum. Bara slá inn nöfnin á Ástarkannanum og þá kemur prósentutala ástarinnar út.

Núna sitja systur við tölvuna, slá inn nöfn allra sem þær muna eftir úr skólanum og para við sjálfar sig. Skrækirnir úr næsta herbergi eru óborganlegir. Þær eru búnar að taka af mér hátíðlegt loforð um að blogga alls, alls ekki um neinar niðurstöður.

Og ég sem hélt að þær yrðu ekki unglingar fyrr en eftir nokkur ár Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég held að stelpur verði fyrr gelgjur en strákar. Eldri strákurinn minn varð eiginlega aldrei unglingur svo nokkru næmi. Hann kom bara fram einn daginn með skegg og bassarödd. Sá 14 ára er ekki farin að sýna neina alvarlega unglingatakta ennþá. 7 - 9 -13.

Helga Magnúsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:27

3 identicon

Stórsjarmörinn hefur rétt fyrir sér: Þetta forrit svínvirkar. Hef það eins og stelpurnar að segja ekki frá niðurstöðum.

Helga (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:33

4 identicon

 omg þetta er svo sætt! Á eina 13 með ágætlega slæmt tilfelli af gelgjueinkennum (ég skil hana ekki, hef aldrei verið í sömu sporum og jadajadajada )en stundum getur maður ekki annað en brosað því 5 mín eftir að hún setur á sig maskara biður hún um hjálp við að stappa fiskinn!

hm (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er pre-gelgja Ragnhildur, svona æfing fyrir hina einu og sönnu.

Guð verið þér náðugur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 22:12

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hrikalega er þetta fyndið!  Þarf að tékka á hvort að mín 7 ára þekki " Ástarkannan".

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.4.2008 kl. 00:24

7 identicon

Gelgjuskeiðin eru þrjú. Fyrst um 2 ára (terrible two-skeiðið), síðan 7 til 8 ára (Spice girls-skeiðið) og hið þriðja er "the real one" og getur endst lengi eða bara verið samfellt þarna frá 7 ára og alveg fram til 18. Stelpurnar eru verri held ég - allt þetta fatastand, glingur og snyrtidót,,,díí! Mátti til með að prófa ástarkannann og hjúkkett - segi ekki meir!

Olla (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 00:07

8 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég verð víst bara að sætta mig við þessa gelgjutakta. Og kvíði ekkert sérstaklega seinni gelgju (eða síðasta stiginu að mati Ollu). Ég man ennþá hvað mestu gelgjurnar voru mikil krútt þegar ég var að vinna í Tónabæ í gamla daga. Þá var þetta rígfullorðið fólk eina stundina og krúttlegir krakkakjánar þá næstu, eins og hjá hm.

Gott að fólk hérna fær æskilegar niðurstöður. Ef tilraunin heppnast ekki í fyrsta skipti, þá má alltaf prófa aðrar aðferðir. Systur voru t.d. mjög ósáttar við 40% niðurstöðu þegar þær settu inn "Ragnhildur" og "Hanna Katrín". Ég sagði þeim að prófa gælunöfnin og krossaði svo putta. Og viti menn, niðurstaðan var upp á 97% ;) Þeim létti verulega.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 30.4.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband