Í heiminum búa bara karlmenn

Pistill í 24 stundum í dag:

„Misjafnt hafast mennirnir að eins og sést á myndum frá viðburðum liðinnar viku.“

Svona hófst klausa í Viðskiptablaðinu á föstudag. Með henni fylgdu myndir af níu atburðum, sem þóttu greinilega sérstaklega frásagnarverðir.

Á fyrstu myndinni veifaði páfi til mannfjöldans eftir samkomu í New York. Önnur myndin sýndi atvik úr fótboltaleik Chelsea og Liverpool og á þeirri þriðju var heldur þreytulegur Bandaríkjaforseti. Fjórða myndin var af vöðvabúnti í vaxtarræktarkeppni, fimmta af rallýkeppni í Ungverjalandi, sjötta af keppendum í reiðmennsku í Perú, sjöunda af lögreglumanni með falsaða DVD-diska í Kína, áttunda sýndi annan kínverskan lögreglumann handsama brotamann með netbyssu og níunda var af spænskum nautabana.

Þetta voru þeir viðburðir liðinnar viku sem ástæða þótti til að tíunda.

Þótt lengi sé rýnt í myndirnar er erfitt að koma auga á eina einustu konu á þeim. Hugsanlega er hægt að greina eina konu í hópi áhorfenda á rallinu og með góðum vilja má ímynda sér að einn hárprúði knapinn í Perú sé kvenkyns.

Gerðu konur ekkert í síðustu viku? Og kom enginn undir þrítugu við sögu heimsatburða þessa daga?

Fjölmiðlar bera ábyrgð, eins og þeir fullyrða sjálfir æ ofan í æ. Þeir eiga að endurspegla heiminn og þá sem í honum búa, ekki bara sýna okkur að misjafnt hafist karlmennirnir að.  Mætti ég biðja um fréttir af kvenmönnum þessa heims, í bland við allar fréttirnar af afrekum karlmanna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr vúman og ég elska pistlana þína.  Flott að þurfa ekki að fletta blaðinu, bara lesa hér.  Hehe, tímasparnaður, svo ég geti bloggað, reykt, lesið, reykt og hundskast til að gera annað af viti.

Njóttu dagsins frú pistlahöfundur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 10:44

2 identicon

Þú spyrð: " Gerðu konur ekkert í síðustu viku?" Kona góð, eins og þú eflaust manst úr sögutímum þá hafa konur aldrei gert neitt sem máli skiptir. Að muna eftir vöðvabúnti í vaxtarræktarkeppni er auðvitað miklu mikilvægara en að rifja upp að í síðustu viku hafði Rodham-Clinton betur en Obama í Fíladelfíu.

Rallýkeppni í Ungverjalandi! Er það ekki álíka spennandi og róóóðrarkeppni á ólympíuleikjum?

Helga (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Mikið er ég ánægð með að hafa létt þér lífið, svo þú getir einbeitt þér að reykingunum, Jenný vúman

Fuss, ekki nefna þessa helv.... róðrarkeppni í mín eyru!! Ég verð enn pirruð  

Ragnhildur Sverrisdóttir, 29.4.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Stórskemmtilegur pistill svo var auglýsingin á baksíðu 24 stunda alveg í stíl við pistilinn. Fyrir þá sem sáu hana ekki var mynd af manni og konu þar sem maðurinn var í aðalhlutverki, skýr og í fókus en konan í móðu úr fókus.

Þóra Guðmundsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband