B.G. & Dekur

Systur, sem oftast nær eru á yfirsnúningi, tóku það fremur rólega í dag. En það þurfti nánast að beita þær hörðu til þess.

Þær fóru að vísu á fótboltaæfingu, en þegar þær komu heim fóru þær í mestu rólegheitum í heitt freyðibað, fyrst Margrét og svo Elísabet. Sú þeirra, sem ekki var í baðinu, sat við tölvuna og prófaði Ástarmælinn.

Þegar báðar voru búnar í baði fannst þeim alveg frábær hugmynd að fara til Töru eða Mörtu. Ég sagði þeim bara blessuðum að vera rólegar heima í þetta eina skipti, fara í kósýföt og horfa á barnatímann. "Það er mjöööög langt síðan við höfum horft á barnatímann um daginn," sagði Margrét og var frekar skeptísk. Ég sagði að það væri rétt hjá henni, þær horfðu yfirleitt bara á barnatímann á morgnana um helgar, en ekki virka daga. Vegna þess að þær væru hreinlega aldrei heima hjá sér í rólegheitum!

Svo kom í ljós að uppáhaldið þeirra, Geirharður bojng bojng, var að byrja. Þá skelltu þær sér í sófann, hvor með sitt teppið.

Þær slöppuðu af fram að kvöldmat, mokuðu honum í sig, lásu í skólabókunum og fóru svo aftur að kósast. Í dag kom nefnilega nýtt Andrés blað og ég las það allt saman. Þær hefðu alveg sætt sig við eina sögu, en færðu fram alls konar rök fyrir nauðsyn þess að lesa allt blaðið. Sterkasta röksemdin var að mamma þeirra væri enn föst í vinnunni. Þá telja þær sig -réttilega- eiga að fá extra dekur.

Sigga frænka hringdi og Elísabet spjallaði við hana lengi, um allt milli heima og geima. Hunda, fótbolta, bíó og annað áhugavert. Svo tók Margrét við og spjallaði við Siggu um allt milli heima og geima, hunda, fótbolta, bíó og annað áhugavert. Fólk verður einfaldlega að sýna þolinmæði með þessum tvíburapakka. Siggu leiddist þetta ekkert sérstaklega, held ég. Og systur kríuðu út loforð að fá að fara til hennar fljótlega, fá popp og horfa á risastóra skjáinn í bíóherberginu hennar.

Þær eru umkringdar fólki sem er til í að dekra þær.

Þegar þær skriðu upp í settist ég við tölvuna í næsta herbergi. Og ákvað að dekra þær endanlega: Núna hljómar "Þín innsta þrá" með B.G. & Ingibjörgu í áttunda skipti. Það hljómar óneitanlega betur en þegar ég syng það fyrir þær, þótt mér finnist óborganlegt þegar þær taka undir með mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband