3.5.2008 | 23:13
Hinar ótrúlegu
Þrátt fyrir að mæður hafi verið í rífandi stuðpartýi fram til klukkan þrjú í nótt vorum við sprottnar á fætur upp úr níu til að ná í systur til ömmu Möggu og afa Torbens. Gítartíminn byrjaði klukkan 10. Ég velti því fyrir mér, frá klukkan 9 og fram til hádegis, af hverju í ósköpunum við gerðum þetta - og það sjálfviljugar. Og þá meina ég, að rífa okkur út úr húsi vegna gítartíma. Ég er ekkert að kvarta undan partýinu, sem byrjaði sem virðulegt matarboð og endaði í keiluspili í tölvu. Löööööng saga, en skemmtileg. En auðvitað gerði þetta útstáelsi morguninn erfiðari en ella, því er ekki hægt að neita. Sumir þurfa sinn svefn!
Systur spiluðu á gítar á meðan ég skrapp í bakarí. Svo dunduðu þær sér hérna heima, en upp úr hádegi ákváðum við að fara í ísbíltúr. Þá voru þær orðnar afskaplega óþreyjufullar, Marta María ekki heima og Tara ekki heldur.
Eftir ísbíltúrinn kom Stebbi bekkjarbróðir í heimsókn og svo fóru þau þrjú í heimsókn til Halldóru bekkjarsystur. Þegar Tara kom heim flýtti hún sér þangað. Skömmu síðar bönkuðu tveir töffarar upp á hér, en ég held að þeir hafi ekki elt systur og vini til Halldóru. Nóg var nú samt. Þetta er ótrúlega krúttlegt, þessir krakkar hópast alltaf saman og ég veit að í sumar verður krakkastóð í garðinum hjá okkur alla daga. Eða hjá Mörtu Maríu, Töru, Halldóru, Stebba. . . .
Ég rölti eftir þeim rétt fyrir klukkan sjö, á meðan Kata sótti pizzu. Svo tókum við kósýkvöld, horfðum á Incredibles og tróðumst allar undir teppi.
Systur kíktu á bloggið og lásu athugasemdir við eigin færslur. Ó MÆ GODD, sagði Margrét og þóttist fara ægilega hjá sér. Elísabet var svalari að þessu sinni.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dásamlegt að enn skuli vera möguleiki á að börn geti hist og leikið sér saman utan skólans.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.