7.5.2008 | 00:34
Krabbastaða
Hér er ekkert bloggað þessa dagana. Bloggarinn tók upp á þeim óskunda að ráða sig í fasta vinnu utan heimilis. Sem tekur vægast sagt mikinn tíma frá heimili, börnum og bloggi.
Systur taka þessu með brosi á vör, þótt þær hafi ekki komist í fótboltann sinn á þriðjudag, enda eru þær æfingar ekki tímasettar fyrir útivinnandi fólk. Þær ætla að reyna að komast á fimmtudag og auðvitað á sunnudaginn líka.
Núna hafa þær mikinn áhuga á fimleikunum, enda er árangur æfinga vetrarins að koma í ljós. Elísabet getur staðið á höndum upp við vegg, hún er líka farin að halda góðu jafnvægi í krabbastöðu og í kvöld æfði hún sig í að rétta úr sér í þeirri stöðu og standa á haus.
Margrét hefur verið nokkuð miður sín undanfarið. Systir hennar farin að standa á höndum og haus og Tara gaf ekkert eftir í æfingum inni á gólfi hjá þeim um kvöldmatarleytið.
Kata sá að við svo búið mátti ekki standa og hún og Margrét stunduðu krabbaæfingar af miklum móð fram eftir kvöldi. Margrét einbeitti sér og allt í einu small þetta. Hvílík hamingja! Hún knúsaði mömmu sína í bak og fyrir og kom svo skoppandi glöð inn á bað að tannbursta sig fyrir háttinn. Hún vildi ekki skilja mig útundan í gleðinni og þakkaði mér margsinnis líka, þótt ég hefði hvergi nærri komið. Krabbastaðan er ekki alveg "my thing", skulum við segja.
Margrét vildi ekkert af hógværð minni vita og hélt áfram að þakka mér fyrir þann frábæra árangur sem hún náði undir handleiðslu Kötu. Ég sagði henni að hún ætti að beina öllum sínum fimleikadraumum að mömmu sinni, hún gæti áreiðanlega bjargað þessu öllu saman, rétt eins og hún kenndi Elísabetu að kafa á dögunum. "Ég er viss um að þú ert líka mjöööög góð í krabbastöðunni, ef þú bara vilt," sagði hún hvetjandi.
Jamm.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að hugsa sér. Hvernig gat þetta gerst? Og hvað verður þá um allt hvítvínið? (Og burknana).
hke (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:13
Ég veit! Ég á alveg eftir að missa allan status sem frú í endaraðhúsi í Fossvogi með þessu áframhaldi!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.5.2008 kl. 16:21
Ég bið þig fyrir alla muni að forðast ballöðuna um Lucy Jordan (Marianne Faithfull).
hke (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:47
"...through Paris in a sports car?"
Neibb, bara metro í París ;)
Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.5.2008 kl. 21:53
Já, nei. Nice try.
And there are, oh, so many ways for her to spend the day.
She could clean the house for hours or rearrange the flowers
Or run naked through the shady street screaming all the way.
hke (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:22
Það stefndi auðvitað í þetta: Ég hlaupandi nakin niður götuna, drukkin af hvítvíni, með burkna í fanginu.
Not a pretty picture
Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.5.2008 kl. 16:56
Hvaða vitleysa! Ég get reyndar nefnt enn verri "mental image" (ótengda þér), en ætla að sleppa því
hke (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.