7.5.2008 | 21:52
Gifting í fjölskyldunni
Þegar ég kom heim úr vinnunni voru systur enn í fimleikum. Thelma Törumamma hringdi í mig og sagði mér stóru fréttirnar: Að Margrét ætlaði að gifta sig í kvöld.
Forsagan var sú, að Stefán bekkjarbróðir þeirra sagði Margréti í dag að annar bekkjarbróðir, Jens, væri hrifinn af henni. Hvort hún væri kannski til í að byrja með honum? Margrét samþykkti það strax, enda hefur hún haft augastað á pilti um hríð.
Þetta er siðprútt fólk og ákvað að gifta sig med det samme. Thelma sagði að systurnar, Tara og Marta hefðu undirbúið allt saman vel og von væri á fjölda gesta heim til Jens í brúðkaupið, sem ætti að fara fram "strax eftir kvöldmat" Og Thelma tók að sér að hafa samband við foreldra Jens, til að kanna hvort þau væru með á nótunum.
Systur og vinkonur bjuggu til boðskort fyrr í dag. Þau voru einföld: "Þér er boðið í brúðkaup okkar. Kveðja. Hjónin."
Fyrirhugað brúðkaup hafði spurst út um allt. Hingað streymdu prúðbúnar stelpur og um hálf átta leytið mætti brúðguminn sjálfur að sækja Margréti. Öll hersingin gekk af stað í brúðkaupið, en brúðguminn hjólaði á undan og ætlaði að sækja Stefán vin sinn og svaramann í leiðinni.
Ég rölti með stelpuhópnum niður í dal. Þar gengum við fram og til baka á gangstéttinni, en ekkert bólaði á brúðgumanum. Eftir drykklanga stund fór mér að leiðast þófið og hringdi heim til Stefáns. Þar voru þeir félagarnir, Jens brúðgumi og Stefán svaramaður, að leika sér. Mamma Stefáns hafði ekki frétt af brúðkaupinu, svo undirbúningurinn rann dálítið út í þúfur þar. Hún kom hlaupandi með guttana og þá var loks hægt að halda heim til Jens.
Mamma Jens var heima og með þetta allt á hreinu, bauð öllum inn og lokaundirbúningur hófst. Jens brúðgumi fór í svartan jakka og var orðinn glerfínn. Stefán svaramaður rauk þá til dyra og tilkynnti að hann þyrfti að fara heim að skipta um föt. Jens bjargaði málunum og lánaði honum skyrtu af sér.
Á meðan drengirnir hlupu um og höfðu fataskipti rýndi séra Elísabet í Biblíuna og reyndi að finna viðeigandi ritningargrein. Svo stillti Jens sér upp hjá henni, ásamt Stefáni. Stelpurnar hópuðust inn og sungu brúðarmarsinn "du-du-du-duuu, du-dudu-ruuu". Unnur gekk fremst og kastaði greinabútum á gólfið (hey, það er ekkert hlaupið að því að finna rósablöð á leiðinni frá Logalandi niður í Láland!), Tara gekk næst með plastarmband á bleikum, hjartalaga púða (hringurinn brotnaði á leiðinni niður í Láland), Margrét gekk þar á eftir og Lára var "kirkjugestir"
Elísabet gafst upp á Biblíunni og spurði einfaldega hvort þau vildu giftast. Þau vildu það og tókust í hendur.
Margrét gaf lítið út á það þegar tengdamóðir hennar spurði hvort þetta þýddi að hún ætlaði núna ða flytja inn til þeirra.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2008 kl. 22:13
Innilega til hamingju með þetta.... þær eru svo skemmtilegar skvísurnar þínar, ég man ekki til þess að ég hafi kvittað áður en les oft og hef gaman að. Vonandi gengur þetta hjá "hjónunum"
Ágústa (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:18
Ég er í þvílíku kasti, sem er dásamlegt svona rétt fyrir svefn. Þetta er ekki í fyrsta skipti mín kæra tengdó sem þú gleður mitt súra sinni.
Finnst þér ekki bara flott að vera búin að gifta aðra dótturina? Nú getið þið mæður farið að litast um eftir kandítat fyrir Elísabetu.
Mottóið á að vera: Í hnapphelduna töluvert löngu fyrir fermingu.
Sjúkk.. til hamingju með hjónin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2008 kl. 22:47
"Kveðja. Hjónin."
Ég dey.
hke (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:24
Hahahahahaha æðislegt...til hamingju með tengdasoninn hehehe
Ragnheiður , 8.5.2008 kl. 00:00
HAHAHA! Ég dey líka, svei mér þá! Greinilega alvöru maður hann Jens. Til hamingju með tengdasoninn. Væri ekki dásamlegt ef lífið væri svona einfalt hjá okkur fullorðna fólkinu?
Olla (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:41
Sjúkk hvað er gott að þú ert aftur byrjuð að skrifa :) Ég kíki hérna daglega, og finnst þetta partur af lífinu orðið og var orðin örlítið áhyggjufull þegar ekkert hafði verið skrifað í nokkra daga. Svona rétt eins og þegar maður heyrir ekkert í nánustu fjölskyldu á "réttum" tíma.
Til hamingju annars með "stóra" daginn í lífi dótturinnar. Þetta er ein sú mesta snilld sem ég lesið, og heyrt! Það sem þessum krílum dettur í hug er óendanlega fyndið! Gaman fyrir konu á "gamals" aldri að lesa um uppátæki svona fjörugra krakka.
Guð blessi brúðhjónin og fjölskyldur.
Harpa (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 01:07
Fyrir mína hönd og fjölskyldunnar þakka ég innilega þann hlýhug sem umlykur okkur á þessum merku tímamótum
Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.5.2008 kl. 09:06
Mér líst vel á þessa framtakssemi systra og tengdasonar.
Vona ég að brúðhjónin lifi í lukku, boðskortin eru snilld.
Svana (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:38
Þetta er dásamlega, rosalega fyndið og skemmtilegt
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 8.5.2008 kl. 09:42
OMG!!!!! Það sem þessum kríllum dettur í hug prffff :D hehehe ég dey úr hlátri :D
dabbaa (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.