8.5.2008 | 09:15
Nýgift!
Systur sváfu fast í nótt og við urðum að ýta við þeim í morgun.
Ég spurði Margréti hvernig henni þætti að vera nýgift og hún sagði það vera "alveg ágætt". En hún hefur ákveðið að dvelja aðeins lengur í foreldrahúsum, þrátt fyrir hjúskapinn.
Séra Elísabet var hálf ringluð, hún hafði greinilega gefið sig alla í athöfnina í gær. Taugaspennan gerði þær systur úrvinda.
Enginn tími gefst að sinni til brúðkaupsferðar. Þær skoppuðu af stað í skólann með Töru og Mörtu. Í dag verður útikennsla og þær eiga að læra að þekkja í sundur birki, ösp, reyni og hvað þetta nú heitir. Ég er mjög sátt við það, þær geta þá kannski frætt mig aðeins. Samkvæmt mínum kokkabókum eru tvö tré fyrir framan hús og eitt mjög stórt tré í garðinum, svo eru minni tré eða runnar með austurhlið hússins og svipuð fyrirbæri við lóðamörk. Það væri áreiðanlega áhugavert að þekkja þetta í sundur með nafni. Ég gæti þá ávarpað gróðurinn. Góðan dag, Reynir minn. Hvað segirðu gott, Víðir? Mikið ertu fín í dag, Ösp! Margir möguleikar í þessu.
Röfla? Ég?
Það er þá eitthvað nýtt!
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn. Bið að heilsa presti og þeirri nýgiftu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2008 kl. 09:36
Á eitthvað að kíkja í heimsókn til minns?Muhahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.