Á kafi

Systur rumskuðu í morgun þegar mamma þeirra hafði sig til fyrir sólarhringsferð til útlanda. Þær knúsuðu hana og kysstu, en voru svo syfjaðar að þær mundu það eins og draum.

Í einhverri augnabliks viðkvæmni lofaði ég þeim að fara með þær í sund í kvöld. Það hefur sína kosti, því þær heimta pulsu og kók á eftir svo ég slepp við að elda.

Systur geta auðvitað ekki farið bara tvær með mér. Tara bættist við í gær og Marta María í morgun.

Logalandsgengið komst allt inn, en umsóknarfrestur er liðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst leim ef eiginmaður dótturinnar fær ekki að fljóta með.

Góða skemmtun og bon apitit í pylsuvagninum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

úff, ég er hreinlega ekki búin að venjast tilhugsuninni um tengdasoninn. Steingleymdi hjúskaparstöðu dótturinnar, svei mér þá. En þau eru svo moderne að þau ætla að vera í fjarbúð og lifa sjálfstæðu lífi. Í því felst að fara hvort í sínu lagi í sundlaugina.

Rennibraut fer ég ekki í ótilneydd.

Verst að þeim hættir til að neyða mig í slíkt.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.5.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þú mátt þakka þínum sæla fyrir meðan hann flytur ekki inn á ykkur. Þá færir þú að mæta litlum pjakki á naríunum einum saman eldsnemma á morgnanna.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 9.5.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband