On the spot in the hot pot

Jens ræsti okkur mæðgur hér í morgun. Ég stökk á fætur þegar síminn hringdi, en Jens vildi ekkert við mig tala. Ég lét svefndrukkna Margréti fá símann. Jens bauð þeim systrum í heita pottinn heima hjá sér og þær voru fljótar á fætur. Þær borðuðu morgunmat og hjóluðu svo tvær heim til hans með sundfötin í poka á bakinu.

Ég sá lítið af þeim næstu fjóra tímana. Elísabet kom tvisvar heim, til að ná í vettlinga og bauka eitthvað. Hún hjólaði alein á milli og var að vonum stolt. Í fyrra skiptið sem hún skrapp heim var hún næstum komin alla leið hingað þegar hún áttaði sig á að hún hafði gleymt hjólahjálminum hjá Jens. Henni brá óskaplega, sneri við á punktinum, hjólaði alla leið til baka og kom svo hingað móð og másandi. Með hjálminn á kollinum InLove

Þær komu heim um tvöleytið og voru þá nokkuð lúnar. Ég naut lífsins með bók undir teppi í sófanum og Elísabet kom í hlýja holu. Margrét fylgdi fast á eftir. Þær ætluðu að fá sér síðdegisblund, en auðvitað fóru þær að ókyrrast og vildu að ég læsi. Þeim fannst stórfín hugmynd að ég læsi upp úr bókinni minni fyrir þær. Svo ég las upphátt tvær blaðsíður um fjöldamorðingja. Bókin er á ensku, svo það kom ekki að sök.

Það sveif á þær værð undir lestrinum, en þeim fannst þetta nú ekki alveg nógu gaman. Þá lét ég loks undan bænarsvipnum í hvolpaaugunum og las Elsku Míó minn. Marga kafla og þær voru alsælar.

Mamma þeirra birtist frá útlandinu um fjögurleytið og fékk sinn knússkammt. Svo dró ég systur með mér í Bónus. Sem var frábær hugmynd af því að hér var ekki til matarbiti. Og ömurleg hugmynd af því að klukkan fimm á laugardegi fyrir Hvítasunnu er Bónus helvíti á jörð. Skapið batnaði pínulítið þegar ég sá að íspinnakassinn kostaði 358 krónur þar, en sami kassi kostaði 1.100 krónur í bílasjoppu. Örlítill munur bara.

Á heimleiðinni ætluðum við að leigja myndina um Kalla Blómkvist og vin hans Rasmus. Sú mynd fannst ekki á leigunni. Sem var stórfínt, því í staðinn uppgötvuðum við aðra Kalla Blómkvist mynd, sem systur höfðu aldrei séð. Mikil hamingja.

Þegar við komum heim aftur fóru systur út á pall með þremur bekkjarbræðrum og stóra bróður eins þeirra. Þær börðust af hörku í fótbolta með guttunum. Komu svo inn og horfðu á Kalla og borðuðu pizzu á meðan við Kata borðuðum í ró og næði fullorðins uppi.

Ég veit ekki af hverju ég hangi enn uppi við tölvuna. Ég þarf að vakna snemma. Búin að lofa að horfa með þeim á Kalla í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband