Þrautir

Eftir kvöldmatinn í kvöld dró Kata fram þrautabækur fyrir krakka. Við keyptum þessar bækur líklega í fyrrasumar, en þá voru systur ekki orðnar læsar og skildu margar þrautanna illa.

Núna leystu þær hverja krossgátuna eftir aðra. Þetta eru vissulega einfaldar krossgátur, þar sem t.d. er tilgreint eitt 7 staða orð, tvö 5 stafa, þrjú 4 stafa o.s.frv.

Þarna kom í ljós hvað systur nálgast hluti ólíkt. Margrét leit á krossgátuna og virtist eiga erfitt með að finna 7 stafa reitinn, þótt hann væri bara einn og manni þætti hann áberandi lengstur. Hún skrifaði orðin hins vegar fullkomlega rétt í reitina þegar hún hafði áttað sig.

Elísabet leit einu sinni á síðuna og var þá búin að kortleggja 7 stafa, 5 stafa og 4 stafa reitina. En stafsetningin var upp og ofan, þótt hún hefði orðin fyrir framan sig.

Kata þeyttist á milli systra á meðan þær voru að leysa þrautirnar og hafði mjög gaman af ólíkri nálguninni. Svo gaman, að háttatíminn dróst von úr viti InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið látið ykkur ekki leiðast.  Við Jenný Una erum að vinna í Stjörnubókunum og það er svo rosalega gaman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Meiriháttar. Strákarnir mínir elskuðu krossgátur og þrautir og gekk mjög vel með þær. Eins og ég hef sagt áður það er greinilega rosalega gaman að vera dætur ykkur Kötu. Enda voruð þið ekkert mjög leiðinlegar á Mogganum.

Helga Magnúsdóttir, 11.5.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Hmm, ég kannast ekki við Stjörnubækur, Jenný. Það er eitthvað sérhannað fyrir þína súperkrúttstjörnu.

Hér er eintómt stuð, Helga! En ég verð að viðurkenna að fjörið er nú ekki helst okkur Kötu að þakka

Ragnhildur Sverrisdóttir, 11.5.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband