11.5.2008 | 22:53
Hveðja, hvítasunna
Systur voru lítið heima við í dag. Þær skoppuðu héðan út um hádegisbil og enduðu heima hjá ömmu hennar Töru í næstu götu. Það fengu þær pönnukökur og ís. Alsælar, eins og gefur að skilja.
Stelpurnar okkar eru að verða krakkaormar, sem hverfa heilu og hálfu dagana. Við Kata vorum heima, lásum hvor sína bókina og dormuðum svo með bækurnar á maganum í klukkutíma, svei mér þá! Ég man ekki hvenær við fengum síðast svo langt næði til að lesa og leggja okkur á miðjum degi.
Síðdegis var friðurinn rofinn. Þá komu systur, Marta María, Tara og Brynja frænka hennar. Þær þurftu bráðnauðsynlega að horfa á myndina um Kalla Blómkvist. Gott að þær systur horfðu ekki á hana í morgun, sama mynd tvisvar á dag er nú fullmikið af því góða. Finnst okkur, ekki þeim.
Þegar þær komu heim voru þær með heimatilbúin kort í farteskinu. Í tilefni mæðradagsins.
Við Kata fengum samtals þrjú kort.
Fyrsta kortið var frá Margréti til okkar. Þar stendur: "Gleðilegan mæðradag elsku mamma ég vona að þér líði vel hveðja Margrét! Mamma! "
Kortið var skreytt nákvæmlega svona, með hjörtum.
Annað kortið var líka frá Margréti. Tvö horn á blaðinu voru brotin niður og á öðru þeirra stóð "hver er verst" og á hinu stóð "hver er best!"
Undir horninu "hver er verst" stóð "meiðsli". Undir horninu "hver er best!" stóð "mamma!"
Elísabet rétti okkur loks sitt framlag. Það var A4 blað, rétt eins og systir hennar hafði unnið sín kort á, en Elísabet var búin að margbrjóta blaðið saman og margvefja límbandi utan um. Það tók því drjúga stund að ná því í sundur og lesa þetta: "Til elsku bestu mömmu ég elska þig mjög migið. því það er mægradagur fil ég að þú verði glöð þín stelpa Elísabet."
Hundraðkallinn, sem hún pakkaði inn í bréfið, var líklega hugsaður sem gjöfin til að gleðja á "mægradag".
Þær voru lúnar eftir fjörugan dag þótt þær hefðu kúrt frameftir í morgun. Ég var rétt byrjuð að lesa um elsku Míó þegar Elísabet renndi sér fram úr sófanum, fór til Kötu og bað hana að koma með sér að kúra. Það gerist nú afar sjaldan, að hún biðji beinlínis um að fá að fara að sofa þótt hún sé alltaf ósköp góð þegar kemur að því, rétt eins og systir hennar.
Nú sofa þær af mikilli innlifun. Elísabet hafði sjálf orð á því í kvöld að þetta hefði verið frábær dagur af því að hún hefði verið allan tímann í hverfinu sínu.
Ég held að sumarið verði notalegt, hérna í hverfinu þeirra.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2008 kl. 23:02
Sæl Ragnhildur mín,
Mér finnst alveg yndislegt að fylgjast með systrum -eins og ég hef nú reyndar gert frá fæðingu þeirra; Drama í Ameríku, skírn í Dómkirkjunni, heimsókn í Vigur, leikur með hvolpum osfrv.
Þær eru náttúrulega bara æðislegar -í 2 veldi.
Sérstaklega skemmtileg eru einmitt þessi krúttlegu litlu bréf, með tilheyrandi dásamlegum stafsetningavillum, sem maður fær frá þessum elskum á þessum aldri.
Passa bara að vera hætt að blogga um þær áður en þær verða fjórtán.
Annars fara þær að blogga um þig !
Hildur Helga Sigurdardottir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 09:35
Blessuð, mín kæra.
Bréfin eru líka í uppáhaldi hjá mér. Verst að ég get ekki komið stafsetningunni alveg til skila, t.d. snúa öll J alltaf öfugt hjá Elísbetu o.s.frv. Óborganlega krúttlegt.
Ég óttast að ég verði að hætta að blogga um þær fyrir 14 ára aldurinn. Þær eru þegar farnar að gera alvarlegar athugasemdir. Þegar einhver dramatíkin ræður ríkjum hér fæ ég oft strangar aðvaranir: "Þú setur þetta EKKI á bloggina!"
Er Óðinn Páll nokkuð til vandræða hjá þér? Harðfullorðinn maðurinn (OK, smá ýkjur)
Og er einhver von til að hitta á þig fyrir vestan í sumar?
Ragnhildur Sverrisdóttir, 12.5.2008 kl. 10:31
Já það væri nú óskandi að við gætum vísíterað óðul hvor annarar í villta vestrinu í sumar, þar sem núorðið virðist þurfa sjö fjárhundahvolpa plús mennska tvíbura til að við hittumst hér á mölinni.
Samkvæmt nýjustu fréttum -í fermingarveislu, nema hvað- eru seinni vikurnar tvær í júní lausar í Pukru og bendir því flest til að við verðum þá þar á sveimi innan um fiðurfénaðinn. Vonandi þið líka. Nú er bara að samræma hitting í Djúpinu.
Af hinum harðfullorðna 'OP er það að frétta að hann hefur erft ofur-íþróttagen annarra en móður sinnar, sem var alltaf með vottorð í leikfimi þegar færi gafst, er margfaldur 'Isl.meistari í körfub. m. KR, nema hvað og almennt bara eins sæll og sætur og hann hefur alltaf verið; nýfermdur og flottur. Hann og vinir hans eru miklir prinsar hér í hverfinu, svolítið slánalegir og viðutan, en voða ljúfir og góðir og knúsa ennþá mömmur sínar á almannafæri -amk. minn. Fer með hann í körfuboltabúðir í Boston, USA, í júlí og svo sjálf til Frakklands í lok ágúst. Skrepp þó heim í millitíðinni, þar sem Eiki Clapton vill endilega spila fyrir mig og ca. fimmþúsund nánustu vini á afmælinu mínu, 080808 (Bubbi hvað...)
En semsagt í júní er það bara 'Islandi allt og þá hittumst við fyrir vestan -ekki satt ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 22:18
ARG! Verð hvergi nærri vestfirskum fjöllum í júni Engar líkur á að ég komist á þær slóðir fyrr en undir lok júlí. Þú heldur bara um stjórnvölinn þar í fjarveru minni, svo leysi ég þig af.
Margrét man enn eftir hvolpunum sjö, enda fannst henni þeir svo stórkostlegir. Ég á mynd af henni þar sem þeir eru þrír eða fjórir í fanginu á henni.
Elísabet hefur kosið að gleyma öllu um þessa hvolpa, enda var hún enn dálítið smeyk við hunda á þessu tímabili og komst aldrei niður úr sófanum í þessari góðu heimsókn. Núna þarf að draga hana burt frá öllum dýrum með valdi.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.5.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.