13.5.2008 | 11:46
Sull
Systur sátu yfir þrautabókum í gærmorgun, eftir að mamma þeirra fór í vinnu. Ég tók þessu fegins hendi, enda komin í skít og skömm með ákveðið verkefni og settist því sjálf við tölvuna.
Systur voru að byrja að ókyrrast þegar Stefán bekkjarfélagi þeirra hringdi. Ég stakk upp á að þær byðu honum í heita pottinn. Stefán lét ekki segja sér það tvisvar og birtist von bráðar. Um leið kom Marta María og hún var ekki sein að stökkva eftir baðfötum.
Þau fjögur voru hin kátustu í pottinum þegar Einar Dagur hringdi. Ég sagði honum blessuðum að koma í pottinn. Hann birtist hálfri mínútu síðar, enda á hann heima í næsta húsi fyrir neðan okkur. Hann fylgdist með fjörinu í pottinum í örfáar mínútur og stökk svo heim að ná í sundskýlu. Svo hoppuðu þau og skoppuðu, köfuðu og frussuðu, tóku örstutt hlé til að borða frostpinna og endurtóku svo leikinn.
Stuðið í pottinum var svo svakalegt að hann var hálftómur þegar þau loks komu upp úr.
Við fórum í súkkulaðikökugjöreyðingarferð á Einimel um kaffileytið og stóðum okkur vel. Systur fengu ömmu sína til að spila undir á meðan þær kyrjuðu alls konar gamla slagara, en þá fengum við Kata líka dálitla pásu til að ræða pólitík við Afa ís.
Frá Einimel rúlluðum við til frú Urr, sem er að koma sér fyrir í nýju íbúðinni sinni. Aldeilis dægileg hola. En hún er auðvitað strax búin að taka að sér flækingskött úr Kattholti, hana Þvælu, svo mér er ólíft vegna ofnæmis. Er það kannski þess vegna sem frú Urr er svona kattgóð? Hmmm, spyr hana næst.
Restin af deginum var eins og fyrri hlutinn, ljúf, átakalaus, letileg, góð. Með Töruheimsókn, Mörtuheimsókn, fimleikaæfingum á gólfinu (nei, ekki ég!) og Elsku Míó. Og svo fengum við meira að segja dálítinn fullorðinstíma með Þórdísi og Kristjáni um kvöldið.
Sweeeet
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ég að missa af einhverju? Hver er frú URR????
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2008 kl. 15:29
Hehehe. Frú Urr er virðuleg kona, sgamall félagi af Mogga í den, sem réttu nafni heitir Urður. Hún kallar sig þetta stundum sjálf. Ég er hins vegar viss um að einhver annar varð fyrri til að setja þetta ljúflingsheiti á konuna.
Og mikið svakalega held ég að frú Urr sé ánægð þegar hún er orðin sérstakt umfjöllunarefni á blogginu mínu.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 13.5.2008 kl. 15:51
Að hugsa sér að það sé til fólk sem hvorki þekkir til frú Urr(ar?) eða frú Þvælu....
Mig grunar að það hafi verið bróðir Guðni sem klíndi Urr-heitinu á - í kristilegum kærleiksanda náttúrulega. Og ekki orð um það meir. Nema hvað ég er hrikalega ánægð með að verða orðin bloggtæk. Ekki eins ánægð með að vera grunuð um að reyna að halda frú Err fjarri vopnuð kattahárum. Bauðst ég kannski ekki til að henda kattarskrattanum út? Hún var annars gjörsamlega uppgefin i gær eftir heimsókn systra enda ekki á hverjum degi sem einhver nennir að leika sér við hana af þvílíkri atorku. Næst verður henni úthýst með öllu og ef þú verður vopnuð astmapumpu ættu allir að vera ánægðir!
U
Frú Urr (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:08
Var að koma úr apótekinu. Með FJÓRAR nýjar pumpur, svo ég mun koma í heimsókn mjöööög bráðlega
Ragnhildur Sverrisdóttir, 14.5.2008 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.