15.5.2008 | 00:34
Lýsi er með boltann
Eftir fimleikaæfingu hjá Ármanni í Laugardalnum fóru systur í Valsbúning og hlupu yfir á Laugardalsvöll. Marta María og Tara fylgdu auðvitað með. Þær höfðu að vísu verið í myndatöku hjá Víkingi fyrr um daginn og voru í Víkingsbúningi, en það skipti auðvitað engu máli.
Við vorum mættar á völlinn hálftíma áður en leikur Vals og Grindavíkur hófst. Smám saman fjölgaði í Valsstelpuhópnum og rétt áður en liðin hlupu inn á völlinn gerðu Valsstelpurnar sig klárar. Systur og liðsfélagar þeirra voru ekki lítið roggnar þar sem þær skokkuðu inn á völlinn við hlið meistaraflokkskarlanna ;)
Við settumst upp í stúku á eftir og fylgdumst með byrjuninni á leiknum. Systur, Tara og Marta María hvöttu Valsara áfram með hrópum, köllum og klappi.
Margrét varð um tíma uppteknari af hrópum en að fylgjast með leiknum. Svo leit hún út á völlinn: "Hvar er boltinn núna? Ó, Lýsi er með boltann! Ú á Lýsi! Ú á Lýsi!"
Mamma hennar benti henni á að liðið héti í raun "Grindavík" þótt það stæði Lýsi á treyjunum þeirra. Margrét var ekkert á því að skipta um nafn og býsnaðist yfir þessu Lýsi þar til við fórum.
Fyrir utan pylsuvagninn við Laugardalslaug snerum við skottinu á jeppanum upp í sólina og þar sátu þær fyrir innan opnar dyrnar, Logalandsskytturnar fjórar, borðuðu pylsur og drukku kók. Þær völdu sér íspinna á eftir, en sú veisla dró nú lítið úr blaðrinu aftur í á leiðinni heim.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
-
margretsverris
-
begga
-
annapala
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
sms
-
seth
-
salvor
-
hrafnaspark
-
svartfugl
-
vitinn
-
ingibjorgelsa
-
konukind
-
eddaagn
-
konur
-
thorbjorghelga
-
elvabjork
-
steinunnolina
-
jullibrjans
-
toshiki
-
adhdblogg
-
malacai
-
arndisthor
-
asarich
-
baldvinjonsson
-
berglindnanna
-
beggita
-
birna-dis
-
birtab
-
bjb
-
blomid
-
dabbaa
-
doggpals
-
madamhex
-
saxi
-
ellasprella
-
garun
-
gislihjalmar
-
neytendatalsmadur
-
gudni-is
-
lucas
-
gylfig
-
iador
-
helgamagg
-
skjolid
-
hildigunnurr
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlekkur
-
danjensen
-
innipuki
-
jakobk
-
jenfo
-
joninaros
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
julianamagg
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
kollak
-
hjolaferd
-
kristinm
-
lenapena
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalinnet
-
101isafjordur
-
mal214
-
mongoqueen
-
olinathorv
-
fjola
-
amman
-
siggiholmar
-
sij
-
sigthora
-
zsapper
-
svala-svala
-
possi
-
saemi7
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
thorasig
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Sjá lillo.blog.is.
Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 10:51
hehe
dabba (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:12
Bestu óskir um yndislega góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:29
Ú á Lýsi! Alveg eru þær óborganlegar þessar systur.
Helga Magnúsdóttir, 18.5.2008 kl. 20:18
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.