20.5.2008 | 00:35
I love Paris in the springtime
Mikil dásemdarbók er Minnisbók Sigurðar Pálssonar! Ég keypti hana í Leifsstöð á föstudag, á leið til Parísar og verð Hermanni Stefánssyni ævarandi þakklát fyrir ábendinguna. Ég kann enga skýringu á því af hverju ég var ekki búin að lesa þessa bók fyrir löngu, en svona var það nú samt. Bókin hefði auðvitað verið dásamleg hérna heima, en að vera með hana í farteskinu á söguslóðum bætti upplifunina margfalt.
Við Kata skruppum sem sagt til Parísar um helgina, með Þórdísi og Kristjáni. Við gengum allan liðlangan daginn, settumst af og til inn á kaffihús og borðuðum vel á kvöldin. Yndislegt frí! Við fórum í eina einustu verslun og keyptum þar smotterí fyrir systurnar. Annars héldum við okkur langt frá öllum búðum. Sátum bara og nutum andrúmsloftsins á Cafe de Flore, fórum á La Coupole (og hinum megin við Montparnasse var auðvitað kaffihúsið hans Sigurðar, Le Select), hálfur sunnudagurinn fór í kirkjugarðinn Pere Lachaise þar sem við sáum að sjálfsögðu leiði Morrisons og líka Piaf, Wilde, Balzac og fleiri. Við gengum framhjá Chopin og nenntum ekki til baka þótt við Kata hefðum nú þurft að vitja þess leiðis sérstaklega. Fyrir réttum tveimur árum mændum við inn í kirkju í Varsjá í Póllandi þar sem hjarta hans er grafið og auðvitað hefði nú verið viðkunnanlegra að vitja hans alls.
Svona eiga helgarfrí að vera. Fallegasta borgin og besta kompaníið. Eða var það besta borgin og fallegasta kompaníið? Skiptir ekki öllu . . .
Systur gistu hjá Töru klíkufélaga aðfaranótt föstudagsins, af því að við þurftum að fara óguðlega snemma af stað um morguninn. Svo voru þær hjá Ásthildi systur aðfaranótt laugardags og sunnudags og loks hjá afa Torben og ömmu Möggu aðfaranótt mánudags. Óttalegur þeytingur á þeim, en þær nutu þess auðvitað í botn af því að allir dekruðu við þær út í eitt.
Á ég ekki að vera löngu sofnuð?
Jú. Löngu, löngu sofnuð.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Noh, þar kom skýringin á fjarverunni. Velkomin heim. Ég keypti mér bókina hans Sigga Páls um daginn, og hún er bara ágæt. Uppskrúfuð en ágæt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 07:54
Dásamlegt! Ég las bók Sigurður fyrr í vetur og naut alveg virkilega. Ekki fannst mér hún uppskrúfuð Jenný - mér fannst hún sérlega hlýleg og manneskjuleg.
Ég þarf að fara til Parísar fljótlega og njóta hennar. Naut ekkert sérstaklega í þetta eina skipti sem ég hef komið þangað.......
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 10:54
flott ferð maður
dabbaa (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 11:09
Ég var svo standandi bit á hvað bókin var fyndin. Var auðvitað búin að mynda mér einhverja skoðun á Sigurði, þótt ég þekki hann ekki neitt, og húmor hans hafði gjörsamlega farið framhjá mér.
Ég var að koma í 2. skipti til Parísar. Kom þar fyrst vorið 1999. Þá hafði ég eiginlega ekki tíma til að njóta hennar af því að ég hafði svo margt á prógramminu. Núna var dagskipunin að njóta og það gerðum við svikalaust. Ég er kolfallin fyrir París. Og Sigurður á hlut í því.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.5.2008 kl. 11:19
Takk fyrir að minna mig á hana...Ég er búin að vera á leiðinni að kaupa hana lengi..nú læt ég verða aðþví..
Garún, 20.5.2008 kl. 13:03
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:17
Það hljómar kannski undarlega að fara í sérstaka ferð í kirkjugarðinn, en þessi er bara alls ekkert venjulegur. Öll þessi grafhýsi, maður lifandi! Eða dauður.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.5.2008 kl. 14:48
París er dásamleg. Var þar í viku með eiginmanni og syni fyrir nokkrum árum og naut hennar í botn. Á samt eftir að skoða þennan kirkjugarð.
Helga Magnúsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:32
Sæl frænka
Upplifun mín af bókinn var nú allt allt önnur, deili ekki þessari hrifningu. Gaman að því, að ekki séum við allar eins - getum rætt þetta nánar á ættarmóti í ágúst. Skil þó hrifningu þína á París.
Bestu kveðjur
Dóra Hlín (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:14
I do love Paris in the spring time...sakna parísar alltaf fer þangað næst í september alltaf lovely, an með þetta ættarmót þá finnst mér að allir eigi að fara í pollyönnuleik og koma og njóta þess að vera saman á 5 ÁRA FRESTI COMMONNN, það er bannað að fara í fýlu yfir því að þetta sé um verslunarmannahelgi!!viltu koma þessu til skila til þinnar familyu ætla að senda e-mail á sem flesta og þokkalega mæla með því að fólk fari í ættarmótargírinn þetta árið love...Rannveig
Rannveig Anna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 15:45
Djísöss, eru einhver samantekin frænkuráð um ættarmótsþrýsting? Ég VERÐ að fara vestur á Ísafjörð einu sinni á ári og kemst ekki í sumar nema akkúrat vikuna fyrir verslunarmannahelgi og fram á helgina. Var hins vegar búin að setja mig í stellingar með helgi í júlí, sem fyrst var nefnd. Svo, já, ég er ansi súr yfir þessari bjánalegu dagsetningu.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.5.2008 kl. 16:08
já djísösssssss, setja sig í gírinn:)
Rannveig Anna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.