Tara og augun

Ég biðst forláts! Í fyrri færslu heimfærði ég kommentið um hundsaugun upp á Margréti. Kata leiðrétti það, Tara klíkufélagi og besta vinkona átti þessa einlægu athugasemd InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þetta er gott komment, en ég mæli ekki með að það sé notað á fólk yfir 10 ára aldri. Sjálf yrði ég ekkert sérstaklega impóneruð ef einhver hrósaði mér fyrir hundsaugun

Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.5.2008 kl. 09:25

3 identicon

Hehehe.... kúttlegt! það er gott að hafa svona einfalda sýn á hlutina

Olla (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:37

4 Smámynd: Garún

Rétt skal vera rétt.   En ég er sammála henni Töru.  Mér finnst hunda augu ákaflega falleg.

Garún, 21.5.2008 kl. 19:31

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:48

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Augu hunds eru yfirleitt alltaf einlæg, og hvað er fallegra en einlægni?  Ég er sammála litlu stúlkunni. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.5.2008 kl. 01:24

7 identicon

Hundar eru með augu sem lesa má úr skilyrðislausa ást; líttu inn á www.sifjar.is og þar eru mínir hundar sem horfa í myndavélina með einlægum hundsaugum, sem túlka ást tíkanna á mér og lesa má út úr augum þeirra "fyrir þig er ég reiðubúin að deyja."

Annars eru þessi börn yndisleg; held að dóttursonur minn sé á aldur við ykkar yndislegu dætur og ég bý við þau forréttindi að fá að hafa áhrif á uppeldi, samvistir og byggja upp karekter drengsins. Nú vanda ég mig og gæti þess að gera ekki sömu mistök og við uppeldi dætranna sem voru fleiri en ég hefði viljað.

Við matarborðið í vikunni ræddum við fótboltaæfinguna sem hann var að koma af og drengurinn talaði um vinsælan strák í liðinu. Ég spurði hvort hann væri bestur en svarið var að það væri hann ekki. "Og hvers vegna er hann þá vinsæll?," spurði fávís ég. Drengurinn sem verður átta ára í júlí hugsaði sig aðeins um og sagði: "Amma ég held ég viti það, ég uppgötvaði það í dag. Það er út af andlitinu," sagði hann og horfði íbyggin á mig.

"Andlitinu hvað meinarðu, er andlitið á þeim vinsælu örðuvísi?"

"Já, amma þú veist andlitið... "

Ertu að meina að andlitið á vinsælu krökkunum sé öðruvísi á litinn eða kannski fallegra?", spurði ég og það stóð ekki á svarinu að það væri einmitt það sem hann meinti."

Og mér varð hálfbrugðið og spurði hvort krakkarnir sem væru duglegastir að læra og stilltastir væru ekki vinsæl?  Nei, það skipti engu. "En þau sem best eru í íþróttum eða í tónlist eru þau ekki vinsæl ?

"Amma skilurðu þetta ekki, það er bara út af andlitinu," og ég spurði áfram hvort hann væri þá vinsæll. Hann varð dálítið kindarlegur og átti erfitt með að svara en sagði svo að eiginlega væri hann vinsæll og bætti svo við: "Og svo er það líka er unglingarnir tala oft við mann, þá er maður vinsæll.

Ég hef velt þessu talsvert fyrir mér og rifjað upp mína skólagöngu. Þá voru þau sem voru dugleg að læra metin og hin börnin báru ákveðna virðingu fyrir þeim. Sætu stelpurnar, þær ríku frá fínum heimilum og best klæddu voru líka vinsælar en í mínum gamla gaggó, Réttó voru þeir sem bestir voru í íþróttum langvinsælastir og skiptu litlu hvernig "andlit" þeirra var.  Ég naut þess í skóla enda æfði ég og spilaði handbolta með besta kvennaliði landsins í mörg ár; minnir að við höfum verið Íslandsmeistarar í ein tíu ár í röð hvort sem var inni eða úti. Og að vera valin í skólalið var mikil upphefð, (Agga Braga var með mér í Íþróttanefnd og í skólaliðinu). 

En að hafa það eitt sér til ágætis að vera snoppufríður finnst mér skelfileg afturþróun. Á heimi afa og ömmu sem alltaf hafa tíma til að útskýra og ræða málin hafa því farið fram miklar umræðir um vinsældir og áhrif; held að það sé aðeins að skila sér inn fyrir höfuðbein enda barnið afburða greint og vel gefið; hvað annað?

Geri mér samt ljóst að þrátt fyrir hæfileika þessa dásamlega dóttursonar til að meðtaka rök þá er við djöful að draga þegar útlitsdýrkunin er annars vegar.

Þakka þér svo Ragnhildur fyrir yndislegar frásagnir af ykkar vel uppöldu dætrum. Trúi ekki örðu en úr bloggi þínu verði hægt að draga saman texta í bráskemmtilega barnabók. Þú yrðir ekki lengi að rumpa því af svo út gæti komið fyrir jólin og afi Maggi gæti lesið fyrir barnabarnið "sögur af systrum úr Logalandi!

Bergljót Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 12:19

8 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þetta komment hennar Töru byggðist auðvitað á þeirri skoðun hennar að ekkert sé fallegra en hundsaugu

Úff, ég skil að þú hafir áhyggjur af útlitsdýrkuninni. En ég held að þetta sé ekki svo einfalt, að þau pæli bara í hver er "sætur" og hver ekki. Systur hafa velt þessu fyrir sér og þær tala um "vingjarnlegt andlit" og jafnvel "vingjarnleg föt" hjá krökkum sem þeim líkar vel við. Ég held satt best að segja að þær séu að vísa í almenna framkomu og "persónutöfra" fremur en beinlínis "fegurð". Þær virðast greina þar á milli, þótt ómeðvitað sé. Um daginn töluðu þær um að einhver strákur væri sætur og þegar ég spurði hvers vegna var svarið ekki að andlitið á honum væri svona fallegt, heldur að hann væri alltaf svo fyndinn og í góðu skapi

Ég verð nú að melta þetta með barnabókina aðeins lengur. Þetta ár sem ég hvarf frá Mogga skrifaði ég tvær bækur sem liggja tilbúnar í handriti. Ætli það verði ekki nægur "Ragnhildar-skammtur" um ein jól?

Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.5.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband