23.5.2008 | 11:44
Plúsinn við Eurovision
Fimleikasýningin mikla er í kvöld. Systur eru búnar að æfa grimmt síðustu daga. Í gær var generalprufa í Laugadalshöllinni, frá 17-19.30. Þær voru ansi framlágar þegar ég sótti þær (og auðvitað Mörtu og Töru) Tvær örþreyttar kanínur og tveir örmagna hundar.
Við komum við á Ning's og brunuðum svo heim. Þar skelltum við á RÚV + og náðum að sjá byrjunina á Eurovision. Kata fékk þá snilldarhugmynd að lyfta eldhúsborðinu upp í stofu, svo við gætum borðað og horft um leið á stóra sjónvarpið þar. Þetta var því svona dinner-eurovision partý, afskaplega menningarlegt allt saman. Jæja, fyrir utan Eurovision líklega.
Sjö ára stelpur hafa ósköp lítið úthald að horfa á misgóða söngvara belja misvond lög á óskiljanlegum tungum. Þær horfðu auðvitað heillaðar á Eurobandið, fussuðu og sveiuðu yfir þeirri sænsku, voru hálf hræddar við falska þungarokkarann með síða hárið og furðuðu sig á því af hverju væri svo mikill vindur á sviðinu að lá við að keppendur fykju um koll. Þeir leist heldur ekkert á konuna með kallana í upplýstu kössunum. Shady lady. "Ég myndi ekki vilja þekkja svona mikinn montrass," sagði Margrét, afskaplega hneyksluð.
Þær voru að missa einbeitinguna þegar við skiptum af RÚV+ yfir á rauntíma. Þá var stutt í úrslitin og þær kættust óskaplega þegar Ísland komst áfram.
Allt þetta dekkuðum við á einum klukkutíma. Ég er að hugsa um að fara í einhvern svona plúsleik á laugardaginn líka.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
JJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
dabbaa (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:27
O.K., það leynir sér ekkert að Dabba Mörtu-frænka er ánægð með úrslitin
Ragnhildur Sverrisdóttir, 23.5.2008 kl. 13:55
Af munnum barna og gamalmenna heyrir maður sannleikann.
Ég hélt í alvöru að það væri bilaður mónitor, eða að þetta væri skemmtiatriði þarna t.d. með síðhærða söngvaranum og "If you wanna have some fun don´t run" frá Tékkó. Og fleiri og fleiri. Þetta er dásamlega vont að hlusta á, svo vont að það verður nærri því gott.
Djö.. sem maður er orðin desperat að hafa horft á allt frá byrjun til enda.
Tónlistarmaður heimilisins hótaði lögheimilisflutningi og hvaðeina af því ég vildi ekki skipta um stöð.
Lalalalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 17:26
Ég er svo klikkuð....ég dett alveg inní þetta og horfi sveitt á .....hm hm mér fannst konan sem söng Shady Lady æðisleg. En ég verð að segja að ég er ein um það sko! En svona er ég nú flókin ha!
Garún, 23.5.2008 kl. 19:37
Það er þetta með plúsinn, stórsnjallt fyrirbæri. - skil vel að þær hafi áhyggjur af öllum þessum vindi, ömmustelpan mín hélt líka að hárkollan væri að fjúka af þessari sænsku, hún hafði líka stórar áhyggjur af að handklæðið sem hún klæddist eingöngu í fyki líka, og þá stæði hún uppi ber í sjónvarpinu.- Hún hélt því fram að hún væri að koma úr sturtu, það mætti sjá af fossunum fyrir aftan hana. - Og hún vorkenndi gamla Króatanum sem var að berjast fyrir eftirlaununum sínum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.5.2008 kl. 22:33
Sniðugt að geta látið sér nægja byrjunina og stigin. Hafði ekki hugmyndaflug í þetta.
Helga Magnúsdóttir, 25.5.2008 kl. 17:53
Til hamingju með nýja starfið !!!
Kristín (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 23:05
Nú er þetta Eurovision æði enn einu sinni gengið yfir. Og öll lifðum við af, eins og áður.
Takk fyrir kveðjuna, Kristín. Ég hlakka til að fara aftur á Mogga.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 25.5.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.