Ekkert nema sigur!

Systur kepptu á fyrsta fótboltamóti sumarsins í dag. Mótið, Reykjavíkurmótið, var haldið í Egilshöll. Fyrir réttu ári mættu systur þar á fyrsta fótboltamót ævinnar og voru svekktar, töpuðu hverjum einasta leik. Elísabet var sérstaklega spæld og ætlaði að hætta æfa. Í dag unnu þær alla leiki og ætla sko EKKI að hætta í fótbolta Wink

Við ætluðum varla að tíma að fara á mótið þegar blessuð blíðan brast á. Systur fengu að gista hjá Mörtu Maríu á nr 2 eftir Eurovision-partý og við Kata vorum komnar snemma út í góða veðrið. Kata snurfusaði garðhúsgögnin, bar olíu á sólbekki og borð og ég skolaði mesta skítinn af bílnum. Svo fór hún með þær í fótboltann á meðan ég gerði risainnkaup í Bónus (ætla að geyma kassastrimilinn og kíkja á hann við næstu risainnkaup, ég er að reyna að verða meðvitaður neytandi).

Eftir boltann byrjaði fjörið. Systur fengu vinkonur í heimsókn í garðinn og við Kata vorum óspart hvattar áfram á meðan við komum trampólíninu upp. Við vorum að leggja lokahönd á öryggisnetið þegar við áttuðum okkur á smá mistökum og vorum korter að laga það. Þetta féll í afar grýttan jarðveg, stelpurnar voru komnar úr skónum og alveg tilbúnar að hoppa og skoppa. Loksins, loksins tókst þetta og hvílík hamingja! Þær skoppuðu næstu tvo tímana, svei mér þá.

Auðvitað grilluðum við í góða veðrinu, en við vorum nú orðnar svo seinar fyrir að það var orðið of kalt að borða úti, systrum til mikillar mæðu.

Þær fóru í heitt bað og á meðan Elísabet var í baði knúsaði ég Margréti. Hún þakkaði enn og aftur fyrir trampólínið. Alveg frábærast í öllum heimi, sagði hún, en bætti nú við til vonar og vara að mömmur væru samt frábærari og hún myndi velja mömmur ef hún þyrfti að velja milli þeirra og trampólíns en það er nú samt dálítið asnalegt af því að maður þarf ekkert að velja á milli svoleiðis, er það nokkuð??? Lét sem sagt dæluna ganga.

Svo sofnuðu þær á 5 sekúndum sléttum.

Nú styttist í að ég fari enn og aftur á Morgunblaðið. Í þetta sinn til að stýra Sunnudagsblaðinu. Ég hlakka mikið til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með nýja djobbið.  Ekki leiðinlegt að vita til þess að þú stýrir sunnudagsblaðinu.

Ég gæti svei mér þá, tekið upp á því að byrja að lesa það aftur, eftir dálitla pásu.

Hehemm, svona er ég fórnfús

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

hlakka mikið til að lesa :)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 26.5.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.5.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég hlakka líka mikið til að fá þig aftur í húsið!

Bergþóra Jónsdóttir, 26.5.2008 kl. 01:23

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég stefni að sjálfsögðu að því að gera sunnudagsblaðið þannig að fólk upplifi það ekki sem fórn að lesa það! Svei mér þá.

Ég hlakka til að koma afur í Hádegismóa, Begga. Ég veit að samstarfsmenn eiga eiginlega endurkröfurétt á mig vegna allra kveðjugjafanna sem ég hef fengið í gegnum árin, en það verður bara að hafa það ;)

Og ég hef tekið trampólínköst, þótt ég sækist ekkert sérstaklega eftir þeim. Systur verða alsælar þá sjaldan að þeim tekst að draga mig í hoppið. Eitt hopp frá mér og trampólínið dúar af krafti upp og niður það sem eftir lifir dags! Þeim finnst það ekki leiðinlegt. Kata er nú samt iðnari en ég, hún tekur laaaaangar rispur.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.5.2008 kl. 08:57

6 Smámynd: Ragnheiður

Það verður gaman að fylgjast með.

Heppilegt að ekki þarf að velja milli mæðra og trampólíns, það væri ljóta !

Ragnheiður , 26.5.2008 kl. 09:32

7 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Hehehe, já Ragnheiður, ég held að það gæti orðið ansi mjótt á munum í þeirri atkvæðagreiðslu

Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.5.2008 kl. 11:13

8 Smámynd: Garún

Þetta er það sem krakkar vilja....hreyfing..hopp og hlaup og action.  

Garún, 26.5.2008 kl. 13:06

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hlakka bara til að fara að lesa sunnudagsblaðið. Veit að það verður flott hjá þér og gott hjá Óla að ráða þig í þetta.

Helga Magnúsdóttir, 26.5.2008 kl. 21:14

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Til hamingju með stelpurnar! Unnu alla leikina það er mjög vel að verki staðið. - Til hamingju með nýja starfið. - Ég ætla að gerast helgaráskrifandi, það verður gaman að fylgjast með skrifum þínum. - Gangi þér allt í haginn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:05

11 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Mikið er nú gott að eiga svona bloggvini  Nú sit ég heima í bölvaðri flensu og gæti vorkennt sjálfri mér ógurlega, en þið bætið það alveg upp.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.5.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband