Sumarpest

Eftir hádegi í gær helltist yfir mig vanlíðan, klukkan fimm skalf ég og titraði, flýtti mér heim, beint undir sæng og grjótsvaf í þrjá tíma.

Hávaðinn í systrum og vinum þeirra fyrir utan gluggann hafði engin áhrif á mig. Þær voru á trampólíninu ásamt Töru, Erni Steinari og litlu systur hans, Kára og einhverjum fleiri, held ég. Stundum var einn að hoppa, stundum fleiri, svo settust þau af og til og röbbuðu saman um daginn og veginn, þessi krútt. Þetta hef ég eftir áreiðanlegum heimildum, því ég svaf allt fjörið af mér. En mikið er gott að eiga trampólín.

Ég svaf líka af mér kvöldmatinn. Kata gaf systrum og Töru draumakvöldmat 7 ára kríla, samtíning af alls konar gúmmelaði. Grillaða ostasamloku, jógúrt, vínber, banana og áreiðanlega eitthvað fleira. Merkilegt hvað þeim systrum finnst gott að fá slíka máltíð, þeim finnst það eiginlega miklu betra en "hefðbundin" heit máltíð.

Í morgun ætluðu beinverkirnir mig lifandi að drepa og nú verð ég víst að skríða aftur upp í rúm. Hvað á nú að þýða að fá einhverja bölvaða pest loksins þegar farið er að sumra almennilega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er systir þín í þjáningunni.  Varð svona undarleg í gærkvöldi og fyrir utan líkamlega vanlíðan fékk ég þessa rosalegu geðvonsku í kaupbæti.  Húsband er hjá lögfræðingi að ræða skipti á búi eða væri það örugglega ef hann elskaði mig ekki svona ofurheitt.  lalalalala

Láttu þér batna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Ragnheiður

Þú átt alla mína samúð, ég er skæð með að steinliggja einmitt í maí-júní og þá oftar en ekki miklu veikari en ég hef orðið allan veturinn...það sem þetta getur pirrað mig !

Hér er hinsvegar ekkert trampólín, hundar nenna ekki svoleiðis

Ragnheiður , 27.5.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Garún

En hugsaði það svona:  Flott að verða veik núna áður en ég tek við sunnudagsblaðinu og áður en sumarið hefst almennilega....Takk litli snjalli líkami.   Ég geri þetta alltaf og verð sjaldan veik, ok ok reyndar nýrnasteinakast og svoleiðis en æi well what ever

Garún, 27.5.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Garún

Gleymdi að segja láttu þér batna...svo láttu þér batna

Garún, 27.5.2008 kl. 12:04

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þið eruð hver annarri undarlegri, konur!

Mér hefnist fyrir að hreykja mér af því um daginn við alla sem heyra vildu að ég hefði bara alveg sloppið við flensu í ár (stupid, stupid, stupid!!!)

Ég skipti aldrei nokkurn tímann skapi, Jenný, hversu veik sem ég annars er ()

En tek bara Pollýönnu á þetta: Mikið er nú snjallt að veikjast áður en ég tek við sunnudagsblaðinu. JEI !!!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.5.2008 kl. 13:51

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sit sjálf uppi með kinnholubólgu, hroll og snýting svona í hásumarbyrjun. Verð að hrósa þér fyrir orðið ,,samviskujöfnun" sem ég las í umfjöllun þinni í morgun um jeppa og smábíla. Þegar ég er veik heima fæ ég nefnilega samviskubit yfir því að mæta ekki á vinnustaðinn en ,,samviskujafna" með að vinna veik heima!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Já, best að taka Pollýönnu á þetta, annars fattaði ég fyrir nokkrum sumrum síðan að ég var alltaf lasin á sama tíma á vorin. Var bent á að prufa væg ofnæmislyf og viti menn, síðustu 2 vor hefur engin flensa hrjáð mig

Svala Erlendsdóttir, 27.5.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband