27.5.2008 | 20:14
Óþægilegir ávextir
Kata var að tæma nestisbox systranna áðan. Í báðum var bananahýði og kiwihýði. Í boxinu hennar Elísabetar var að auki samanbrotinn miði.
Utan á miðanum stóð: TIL MÖMU MÍNA OPNAÐU ÞETA.
Kata fletti miðanum í sundur og þar stóð:
HÆ ÞETA ER ELÍSABET
MIG LÁKAR EKKI AÐ FÁ AFTUR BANNANA OG KÍVÍ Í NESTI
BÆ KVEÐJA ELÍSABET
KOS OG KNÚS ELÍSABET
Þær systur voru hjá Töru, en þegar þær komu heim var ég með miðann.
"Ertu búin að lesa þetta?" spurði Elísabet.
"Já," svaraði ég, "en af hverju viltu ekki fá banana og kiwi í nesti oftar?"
"Æ, það er svo óþægilegt. Ég þurfti að fá gulrót hjá Mörtu Maríu."
"Hvað áttu við með óþægilegt?" spurði ég.
"ÓÞÆGILEGT," svaraði hún hægt og skýrt. "Ég var að segja það, ég þurfti að fá gulrót hjá Mörtu Maríu."
Samt hafði hún klárað bananann og næstum allt kiwiið.
Það hlýtur að hafa verið óþægilegt.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skiluru'etta ekki ?
mömmur eru nottlega asn..
Hildur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.