27.5.2008 | 21:29
Merkar konur
Margrét var komin upp í rúm og kúrði sig undir sæng. Sagði svo: "Einu sinni sá ég bíómynd og stelpan í myndinni átti bók um allar frægustu konur í heimi. Get ég fengið svoleiðis bók?"
Ég sagðist ætla að athuga málið, vissi ekki hvort slík bók væri til á íslensku.
"Ef hún er ekki til þá geri ég hana bara sjálf og ég ætla að hafa Rosu Parks og Astrid Lindgren í henni."
Astrid er auðvitað æðst allra. Og Rosu Parks hefur Margrét verið með á heilanum frá því að konan dó og í fréttum var rifjað upp hversu hugrökk hún var þegar hún neitaði að færa sig í strætónum og setjast í sæti sem ætlað var svörtum.
Svo spurði Margrét mig hverjar kæmu fleiri til greina. "Kannski Sigga?" spurði hún og var þar að vísa til vinkonu og virðulegs saksóknara. Margréti finnst nefnilega ansi merkilegt djobb að koma "vondu köllunum" í fangelsi.
Fyrir utan Rosu Parks, Astrid Lindgren og Sigríði saksóknara sættist Margrét á Marie Curie. Hún ætlar að bæta við listann á morgun.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott stelpa. Veit hvað skiptir máli í þessu lífi. Ég mæli hiklaust með þessum konum í bókina.
Helga Magnúsdóttir, 27.5.2008 kl. 21:33
Takk fyrir að vera bloggvinan mín
Les alltaf bloggið þitt og finnst þú blogga dásamlega...
Eigðu gott kvöld og nótt.
Kveðja frá DK
Hulla Dan, 27.5.2008 kl. 21:57
knús knús og þúsund kossar yfir til ykkar í Logalandið
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:31
Hjartanlega sammála þessu vali - og svo er alveg spurning hvort þessi klára stelpa á ekki bara fullt erindi í bókina sjálf?
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 12:37
Sæl Ragnhildur
Lengi búin að vera á leiðinni að skella inn smá línu hjá þér og tjá þér hversu innilega gaman mér finnst að lesa bloggið þitt. Svona mannbætandi lestur sem skilur alltaf eftir hlýju í hjartinu og/eða bros á vör :-)
Í fyrsta lagi ertu fj... skemmtilegur penni. Í öðru lagi eru litlu dömurnar ekkert smá vel gerðir og skemmtilegir einstaklingar, þið Kata eruð svo sannarlega heppnar með þessa gullmola. Í þriðja lagi.... ja, hvort kemur á undan eggið eða hænan.... Finnst það a.m.k. mjög viðunandi spurning í þessu tilviki þar sem litlu dömurnar eru líka einstaklega heppnar með ykkur Kötu sem foreldra. Þið eruð svo samstíga og þroskaðar í ykkar uppeldi, finnst bloggið þitt ætti hreint og beint að vera skyldulesning fyrir alla foreldra með börn á hvaða aldri sem er :-)
Jæja, nú mín orðin væmin svo læt staðar numið en langaði bara að segja þér hve mikið notið þess að fylgjast með ykkur síðustu mánuðina og mun halda áfram svo lengi sem þú skrifar hér.
Bestu kveðjur,
Ása
Ps. ein ástæðan að lét loksins verða af því að setja inn línu var að langar að minna á eina íslenska konu sem á svo sannarlega skilið titilinn Merk Kona og viss um að stelpurnar yrðu líka impressaðar yfir henni en það er hún Þórunn Helgadóttir hjá ABC barnahjálp. Hægt að sjá viðtal við hana á netinu síðasta sunnudag 25/05/08 (Sunnudagskvöld með EvuMaríu).
Ps.Ps. Svo finnst mér reyndar þið fjölskyldan vera Merkar Konur líka :-)
Ása (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:36
Hún ´Margrét mín veit alveg hvað hún vill. Í morgun sá hún einhverja bleika Disney-prinsessumynd í blöðunum og ýfðist öll: "Ég hata prinsessur! Þær eru aldrei hugrakkar" sagði hún og ekki í fyrsta skipti.
Takk fyrir öll fögur orð um bloggið, ég fer nú eiginlega hjá mér
Ragnhildur Sverrisdóttir, 28.5.2008 kl. 19:47
Veistu það að þú ert nú BARA góður penni :D Þetta er flott hugmynd hjá henni með bókina hehe :D
dabbaa (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 19:58
Það er alveg hægt að vera klár þó maður hafi gaman af prinsa- og prinsessusögum.
Hver veit nema Marie Curie hafi haft gaman af prinsessusögum.
Logi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:37
Logi. Hvað ert þú að blanda Marie Curie inn í þinn hugmyndaheim um skemmtanagildi prinssusagna?
Þú veist ekkert um hvort Marie Curie hafði gaman af þessum sögum og er algjörlega fáránlegt að reyna að nota hana sem einhverja sönnun á því að þær séu skemmtilegar.
Guðrún (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.